Glimmer-gengi

Í dag var furðufatadagur í Fossvogsskóla.

Systur, Marta María og Tara hafa alltaf ruglað furðufatadegi við öskudag og vilja fara í búningum, ekki bara einhverjum furðufötum. Núna ætluðu þær allar að vera prakkarar, en engin þeirra átti smekkbuxur, sem voru víst alveg bráðnauðsynlegar. Og þær eru heldur ekki freknóttar, svo hugmyndin var slegin af.

Svo tilkynntu systur að þær vinkonurnar ætluðu allar að vera rosalega brúnar og með hvítt hár. Þá væri þær nefnilega "skinkur". Við mömmur urðum gjörsamlega stúmm, en Kata var fljótari að átta sig og stakk upp á að þær færu bara allar í Fame-bolunum sínum og leggings og þá gætu þær verið danshópur. Til allrar hamingju var sú hugmynd samþykkt samhljóða.

Í morgun vöknuðu systur fyrir allar aldir og Tara kom rúmlega 8. Kata þurfti að fara snemma af bæ og því sat ég uppi með að spreyja bleikum og fjólubláum lit í hárið og glimmer yfir allt saman. Það hefði nú verið mér næg raun á einum degi, en þar við bættist andlitsmálning. Ég lét eins og þaulvanur farðari og til allrar hamingju eru þær ekkert mjög þjálfaðar í slíkri list og voru alsælar. Enda ekki skinkur.

Mörtu Maríu ræstum við rétt fyrir 9. Hún vissi ekki að við ætluðum að mæta kl. 9 í skólann, enda hófst furðufatadagurinn ekki formlega fyrr en kl. 10. Hún var nú samt mætt hérna fimm mínútum síðar, fékk sprey og málningu og svo fóru allar í skólann. Þær tóku með sér hvítu Michael Jackson hattana og þar með var dansaragervið fullkomnað. Til að kóróna daginn máttu þær hafa með sér pening til að kaupa nammi í skólanum.

Eftir skóla fylltist garðurinn af krökkum. Systur, Tara, Þórunn, Stebbi, Kári, Andri, Einar Dagur og áreiðanlega einhverjir fleiri, sem ég sá aldrei, en heyrði svo sannarlega í. Leikföng um allar trissur og mikill hávaði. Það er komið vor.

Á morgun þarf ég að manna mig upp í að þrífa baðherbergið á neðri hæðinni. Það er á því bleikur og fjólublár blær og gólfið er þakið glimmeri.

img_1269615558_132_lg.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Marta María, Elísabet, Margrét, Halldóra og Tara í Fossvogsskóla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband