Fyndið

Magga systir bauð systrum í leikhúsið í gær, að sjá Með öðrum morðum, ráðgátu um Heimi og Harry í Borgarleikhúsinu.

Þegar systur loks skiluðu sér heim voru þær alsælar. Margrét króaði mig af frammi í forstofu á meðan Elísabet hljóp fram í eldhús til Kötu. Og báðar hófu þær afskaplega nákvæma endursögn á leikritinu, sem þeim fannst ótrúlega fyndið. Fyrsti brandarinn var strax í upphafi. Þá heyrðist rödd sem bað leikhúsgesti að slökkva á farsímum. Svo heyrðist hringing í farsíma og röddin sagði: "Ó, ég hef sjálfur gleymt að slökkva á mínum síma." Og hafði vart sleppt orðinu þegar hratt fótatak heyrðist og svo skothvellur.

Skilaboðin voru augljós: Þeir sem gleyma að slökkva á farsímanum í leikhúsinu eru skotnir.

Systrum fannst þetta óborganlega fyndið og héldu svo áfram að tíunda aðra brandara, jafn sjúklega fyndna. Að mati þeirra sem eru nýorðnir 9 ára.

Ég skil núna af hverju Magga systir var dauf í dálkinn eftir sýninguna. Gott að hún fór með þeim, en ekki ég!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Takk fyrir að vera skemmtileg!

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 31.3.2010 kl. 18:44

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Pant fá að fara með systur í leikhús fljótlega. Þær kunna að njóta þess. Verð sko ekki dauf í dálkin á eftir. ÓP er orðinn svo gamall og þreyttur unglingur að hann nennir engu svona...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 1.4.2010 kl. 06:33

3 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Þær kunna svo sannarlega að njóta leikhússins og á næstunni sjáum við bæði Fíusól og Gauragang. Mér finnst líka mjög gaman að fara með þeim, en þessir ótrúlega þunnu fimmaurabrandarar í Harry og Heimi taka á, jafnvel fyrir ofurjákvæða konu eins og Möggu systur!

Og Benedikt, ég skal gera mitt besta. Eina leiðin til að skila einhverjum skemmtilegheitum er að segja sögur af þeim systrum, þær eru skemmtilegastar ;)

Ragnhildur Sverrisdóttir, 1.4.2010 kl. 09:04

4 identicon

Kæra Ragnhildur.

Þær myndu ekki sjá það fyndna við þetta nema af því að þeim hefur verið kennt að taka eftir því.  Ég á tvö barnabörn (eitt að láni). Annað sér ekkert eða allaveganna mjög lítið fyndið í veröldinni en litli gullmolinn minn vaknar hlæjandi og sofnar hlæjandi.  Um daginn heyrði mamma hans til hans og tveggja vina hans. Vinirnir (bræður 4ra ára) segja: Pabbi okkar er töraramaður. Þá sagði minn og fannst ekki mikið til um: Pappi minn er sko fyndinn.  Hugsaðu hvað barnið fer með góðar minningar inní unglings og fullorðinsárin.  Alvaran byrjar sko alveg nógu snemma og allar svona minningar verma og þær muna sko alveg örugglega eftir fimmaurabröndurunum og fíflahlátrinum lengi,

kv.

Jóna

Jóna (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 785904

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband