Fattaði með eyrunum

Elísabet er búin að vera mjög iðin að æfa sig á gítarinn undanfarið. Hún hefur hins vegar pirrað sig óskaplega á einu laganna á prógramminu; hefur bara alls ekki náð lokatóninum rétt. Lagið var ósköp ómþýtt, en svo kom lokatónninn eins og skrattinn úr sauðarleggnum.

Í kvöld grúfði hún sig yfir nótur og pældi lengi. Svo kom þetta loksins, hinn eini, sanni tónn. Hún leit upp sigri hrósandi og sagði: Hey mamma, ég fattaði með eyrunum mínum hvernig síðasti tónninn er!

Gott að hafa tóneyra Wink


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Gaman að heyra ( lesa ) um stelpurnar þínar.

Benedikta E, 4.5.2010 kl. 00:06

2 identicon

Tek heilshugar undir það,virkilega gaman:)

Elinborg K. Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 20:52

3 Smámynd: Garún

Að kunna að bjarga sér!  Skilaðu til hennar að mér finnst hún geðveikur töffari!

Garún, 6.5.2010 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 785851

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband