Við lögum þetta, ef við fáum að vera í friði...!

Í gær lét önnur sjónvarpsstöðin fréttaritara sinn í Færeyjum fabúlera eitthvað um að líklega hefði verið kominn meirihluti fyrir samþykki frumvarps um bætta réttarstöðu samkynhneigðra þar í landi, en upphlaup á Norðurlandaráðsþingi hefði skemmt fyrir.
Ja, svei! Er sannfæring fólks á þinginu þar svona aum? Getur staðist að fólk hafi, af fyllstu einlægni og sannfæringu, ákveðið að kippa þessu í liðinn, en ætli núna að snúa baki við þeirri mannréttindahugsjón sinni, af því að útlendingar leyfa sér að hafa skoðun á málinu?
Í fyrra töldu menn sig hafa meirihluta fyrir sama frumvarpi, en það var nú samt fellt með 20 atkvæðum gegn 12. Einhverjir hafa þar komið heldur óhreint fram og gefið í skyn að þeir ætluðu að styðja mannréttindi, en snúist svo hugur. Ekki voru Íslendingar að skipta sér neitt sérstaklega af þá.
Aularök.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og átján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband