Ádeila? Nei, hættu nú alveg!

Í morgun hringdi í mig fullorðin kona, sem vildi endilega tjá sig um Viðhorfið. Um Brján, Odd og hinar kýrnar.
Þessi kona sagði, að þótt teiknimyndin um þá félaga hafi kannski ekki verið gott barnaefni, þá hafi þetta verið fyrirtaks ádeila á konur í stjórnmálum. Þær noti júgrin sér til framdráttar (ég get svarið það, þetta sagði hún orðrétt) en taki svo upp alla háttu karlmanna.
Svo fór hún að nefna dæmi um hinar og þessar konur í stjórnmálum, ræða um hvort þær væru kvenlegar á skrokkinn (aftur, hennar orðalag) og hversu karlmannlegar þær væru í öllum háttum.
ARG!
Ég er allt of vel upp alin og gat ekki verið vond við gamla konu. Maldaði aðeins í móinn og sleit samtalinu eins fljótt og ég gat.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og níu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband