Skór með kisu

Ballettstelpurnar mínar voru alsælar eftir fyrstu fótboltaæfinguna. Margrét var alltaf mjög spennt fyrir boltanum og æfingin dró ekkert úr. Elísabet var hins vegar kvíðin og aum, en um leið og æfingin hófst uppgötvaði hún stóra sannleikann. Hún tilkynnti strax eftir æfingu að hún ætlaði sko aftur.
Við fórum beint í Kringluna að kaupa fótboltaskó. Elísabet, sem hefur aldrei litið við öðru en því sem er bleikt og glitrandi, keypti sér svarta og silfraða Adidas-skó, því þannig eru fótboltaskór í hennar huga. Í ljós kom að afgreiðslustúlkan í búðinni var félagi þjálfarans þeirra í meistaraflokki Vals og það skemmdi nú ekki fyrir.
Margrét leit ekki við Adidas-skólnum. Hún vildi "kisuskó", svo við þurftum að fara í aðra búð til að finna þá. Kisuskór eru nefnilega Puma-skór. Hún fann glæsilega svarta og hvíta skó, með alls 8 kisum!
Systurnar fengust ekki úr skónum í allan gærdag og æfðu fótbolta með tilþrifum í herberginu sínu.
Gott mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og einum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 786243

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband