22.3.2010 | 21:56
9 ára
Afmælishelgin mikla er að baki!
Systur áttu reyndar afmæli á föstudaginn. 9 ára og afskaplega lukkulegar með það. Margrét var svo spennt fyrir afmælinu að hún ætlaði aldrei að geta sofnað á fimmtudagskvöld, var enn að bylta sér um hálf ellefu leytið. Sofnaði loks, en ég vaknaði klukkan hálf þrjú um nóttina við að hún stóð við rúmstokkinn hjá mér og horfði á mig. Það var magnað augnaráð. Hún skreið upp í og sofnaði.
Um morguninn fengu þær pakka, frá okkur Kötu og hvor frá annarri. Þær höfðu vandað sig afskaplega við að velja gjöf fyrir systur og auðvitað endurspegluðu gjafirnar karakterana. Elísabet gaf Margréti kassa með alls konar galdradóti og núna gabbar Margrét okkur upp úr skónum við hvert tækifæri. Margrét gaf systur sinni stuttbuxur, ekki neinar íþróttastuttbuxur heldur einhverjar voða fínar sem hvorki ég né Margrét kunnum skil á en Elísabet var afskaplega hrifin af og naut þar stuðnings Kötu. Þær fengu líka fínustu náttföt frá Magga frænda og familíu í Svíþjóð.
Nýtilkominn fataáhugi systra létti okkur Kötu valið, við gátum gefið þeim föt, fullvissar um að þær yrðu hinar lukkulegustu, sem gekk líka eftir. Og hvor eftir sínum karakter, að sjálfsögðu.
Stórfjölskyldan kom í kaffi síðdegis á föstudag og enn bættist í gjafahrúguna. Meiri dekurdósirnar þessar stelpur. Allt alveg ótrúlega flott og systur alsælar.
Þær fengu bekkjarsystur og vinkonur í afmæli á laugardeginum. Aðalmálið í því afmæli var súkkulaðigosbrunnur (takk fyrir lánið, Heiða ;) ) Ég veit ekki hvað fór mikið af súkkulaði ofan í blessuð börnin, en þær fengu þó alla vega jarðarber, banana, vínber og melónur með í magann.
Sunnudaginn var enn ein veislan, að þessu sinni bröns með guðmæðrum á 19. hæð í Turninum. Rétt eins og í fyrra, þegar Elísabet var búin að einsetja sér að halda upp á 8 ára afmælið með því að fara alla leið upp á 19. hæð með lyftunni. Núna var hún alveg svöl, laus við alla lyftuhræðslu.
Svo fóru þær í afmæli til Þórunnar vinkonu sinnar og liðsfélaga síðdegis á sunnudag. Þá vorum við mömmurnar nú alveg þokkalega sáttar við að fá að setjast niður og gera ekki neitt :)
Mikil helgi.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með dæturnar. Gott hjá Elísabetu að ná úr sér lyftuhræðslunni. Flott að halda upp á daginn á 19. hæð. Sérstaklega skemmtileg upplifun. Hef prófað það .
Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.