Klúður á klúður ofan

Það er furðulegur fjári að hlusta á formann og varaformann Frjálslynda flokksins telja upp allar vegtyllurnar, sem þeir hafa náðarsamlegast rétt að Margréti systur minni í gegnum tíðina. Og láta eins og að hún hafi, þrátt fyrir öll þessi tækifæri, klúðrað einhverju fyrir flokkinn!

Var það klúður hjá henni þegar hún komst ekki inn á þing í síðustu kosningum, þrátt fyrir að vera með miklu fleiri atkvæði á bakvið sig en háttvirtur þingmaður, Magnús Þór? Ég hefði nú haldið að þar væri misvægi atkvæða um að kenna.

Var frábær árangur Frjálslynda flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum kannski klúður líka? Þar var Margrét í 2. sæti listans og ég er viss um að oddvitinn, Ólafur F. Magnússon, lítur ekki svo á að hann hafi náð árangrinum "þrátt fyrir" setu hennar þar.

Er sá mikli stuðningur, sem Margrét hefur mjög víða, kannski dæmi um hvernig henni hefur tekist að klúðra málum?

Af hverju segja þessir menn ekki eins og er: Að þeir töldu sig knúna til að koma henni frá af því að þeir líta á sig sem flokkseigendur og vilja halda völdum, hvað sem það kostar. Þeir ruku til og ráku hana, nei afsakið, sögðu henni víst upp, af því að hún var ósátt við sameiningu við Nýtt afl. Sameiningu, sem meirihluti miðstjórnar flokksins var líka andvíg.

Meira klúðrið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Magnús Þór ætti að skammast sín.  Yfirlýsing hans í Mbl í morgun um að "Þingflokkurinn kæri sig ekki um Margréti sem varaformann" finnst mér lýsa hálfgerðri taugaveiklun af hans hálfu.  Ég ætla rétt að vona að Frjálslyndi flokkurinn sé töluvert stærri en bara þingflokkurinn.  Og svo klykkir hann út með því að segja "Næði hún kjöri yrði hún því varaformaður í óþökk formannsins", bætir ekki úr skák, ég veit ekki til að Guðjón Arnar eigi neitt í flokknum, hann verður bara að sætta sig við þann varaformann sem flokksmenn kjósa sér.  Annars fer álit mitt á þeim manni hríðlækkandi með degi hverjum, og lagaðist ekki við það að hann skyldi lýsa yfir stuðningi við Magnús Þór.  Mjög klaufalegt af hans hálfu.  Baráttukveðjur

Sigríður Jósefsdóttir, 18.1.2007 kl. 17:28

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Ragnhildur og takk fyrir síðast.  Ég held að fundurinn hafi ekki endað illa þó einhverjir hefðu að ósekju mátt setja upp hljóðdunk. Ég sé að þú stendur í ströngu fyrir systur þína. Öllum er  eðlilegt að standa með mínum nánustu, ég er víst engin undantekning á því. Samt er ég aðalega að reyna að standa með flokknum.  Mikið verð ég feginn þegar þessu verður lokið. Vonandi farsællega. 

Sigurður Þórðarson, 19.1.2007 kl. 03:31

3 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Ég tek undir með þér, Sigurður, að vonandi lýkur þessu farsællega. Og allar líkur á að a.m.k. annað okkar verði lukkulegt þegar upp er staðið. Sjáumst á landsþingi :)

Ragnhildur Sverrisdóttir, 25.1.2007 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband