Megi Halla ná kjöri!

Kata lætur ekki deigan síga í Vals-áróðrinum. Hún fór í bæinn og af einhverjum ástæðum fann hún bara alls enga aðra fótboltabúninga á 5 ára stelpur en Valsbúninga. Merkilegur fjári!

Annars er ég hætt að kippa mér upp við þetta. Mér finnst skipta mestu máli að stelpurnar okkar eru alsælar í fótboltanum.

Megi Halla Gunnarsdóttir ná kjöri sem formaður KSÍ. Þá kemur áreiðanlega betri tíð með blóm í haga fyrir allar fótboltastelpur landsins.

Mismununin í boltanum er algjörlega óþolandi. Það á ekki bara við um fótboltann, heldur allar boltagreinar. Ég man hvenær ég varð fyrst brjáluð yfir óréttlætinu. Þá var ég í 12 ára bekk í Melaskóla og við stelpurnar í bekknum tókum þátt í árlegu handboltamóti innan skólans. Strákarnir höfðu einokað mótið, en þetta ár vorum við óvenju margar sem vorum byrjaðar að æfa handbolta. Sérstaklega í mínum bekk, við höfðum sammælst um að mæta á æfingar hjá KR og vorum með fullskipað lið. Þess vegna rúlluðum við stelpunum í hinum bekkjunum upp. Ég man nú ekki úr hvaða bekk strákarnir voru sem unnu. Ég man hins vegar verðlaunaafhendinguna eins og hún hefði verið í gær. Strákarnir fengu hinn glæsilega og stóra, silfraða bikar, sem gengið hafði á milli bekkja árin á undan og hömpuðu honum stoltir. Við stelpurnar þurftum að ganga á eftir verðlaunum, en þá urðu leikfimikennararnir heldur kindarlegir, fóru svo að grafa í einhverjum kössum og kistum og fundu loks gamlan trébikar með brotnu loki. Við afþökkuðum hann.

Enn og aftur: Megi Halla Gunnarsdóttir ná kjöri sem formaður KSÍ. Allir þessir karlar, sem sitja við stjórnvölinn þar og annars staðar í íþróttahreyfingunni, láta eins og þeir vilji styðja við bakið á konum. Þeir meina hins vegar ekkert með því, það er margsannað mál. Hvernig þessir menn geta horft í augu dætra sinna er mér hulin ráðgáta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf sama kvenremban í þér 

Leifur Örn Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband