Í herbúðunum

Það er merkilegur fjári að starfa að framboðsmálum. Ég hef nú lítið komið að því í gegnum tíðina, en tek rispur fyrir Möggu systur af og til. Núna er allt á fullu og ég hef ekki undan að svara í símann í herbúðunum. Fólki er afskaplega heitt í hamsi, oftast vill það sem hringir hingað skrá sig í flokkinn og kjósa systur, en sumir hringja og tilkynna að þeir ætli að segja sig úr flokknum. Ýmist vegna þess að Magnús Þór er ómögulegur að þeirra mati, eða Magga ekki brúkleg. Mér finnst að vísu að þetta fólk eigi frekar að mæta um helgina en að láta sig hverfa, en það er auðvitað alveg þeirra val.

En merkilegur fjári er þetta allt saman. Samkenndin sem rýkur upp í herbúðunum er með ólíkindum. Líklega endist fólk ekki í pólitík nema það hafi sérstaka þörf fyrir adrenalín "kikk" af og til. Mér finnst gaman að taka einstaka orrustu, en myndi áreiðanlega ekki endast lengi. Magga systir þrífst á þessum ósköpum og leikur við hvurn sinn fingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband