Er Magnús Þór flokkurinn?

Á heimasíðu Frjálslynda flokksins er hægt að skrá sig rafrænt í flokkinn. Um leið er fólki bent á að það geti líka hringt á flokksskrifstofuna, ef það vill heldur. Síminn er 552-2600.

Stuðningsmenn Möggu systur hafa kvartað undanfarna daga, enda fá þeir samband við Magnús Þór Hafsteinsson, varaformann flokksins, í þessu númeri! Það er greinilega stillt áfram í gemsann hans. Það kunna því nú ekki allir jafn vel að þurfa að tala við Magnús Þór þegar þeir skrá sig í flokkinn til að styðja Margréti og lái þeim hver sem vill.

Í gær ákvað stuðningskona Möggu hér á skrifstofunni að prófa hvort þetta væri rétt og hringdi í 552-2600. Viti menn, símtalið fór beint í talhólf Magnúsar Þórs. Og svo hringdi hann til baka úr gemsanum sínum.

Rétt áðan ákvað ég svo að hringja á flokksskrifstofuna til að forvitnast um frétt sem var á heimasíðu flokksins en var horfin þaðan. Ég hringdi í flokksnúmerið, en hætti svo við og lagði á eftir tvær hringingar. Varla leið mínúta þar til hringt var til baka, ,,Var verið að hringja í þetta númer?" spurði maðurinn og ég sagði honum auðvitað hvert erindi mitt hefði verið.

Þessi hringing til baka í mig var auðvitað úr gemsanum hans Magnúsar Þórs, 864-5585

Ríkið, það er ég! sagði kóngurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Hvar með hinn Magnúsinn? Var ekki ætlast til þess að hann væri á skrifstofunni? Eða yfirleitt einhver til að svara í síma? Og það dagana fyrir flokksþing?

Hlynur Þór Magnússon, 26.1.2007 kl. 16:06

2 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Ég veit reyndar ekki betur en að flokksskrifstofurnar við Aðalstræti hafi verið mannaðar þessa daga. Þeim mun undarlegra að síminn skuli stilltur í gemsa framkvæmdastjórans

Ragnhildur Sverrisdóttir, 26.1.2007 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 786236

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband