Ljónshjarta

Eftir skrautlega helgi ætti að hægjast aðeins um núna. Líklega verður þó ekkert af því.

Magga mín rauk upp með háan hita í gærkvöldi, búin að vera með ljótan hósta um helgina og lagðist loks í rúmið. Hún var hins vegar afar ósátt við að komast ekki á leikskólann, enda les Rósa upp úr Bróður mínum Ljónshjarta á hverjum degi og Margrét getur ekki hugsað sér að missa af neinu. Kata bauðst til að lesa fyrir hana þann kafla sem Rósa les í dag, en sú litla tók þeirri tillögu ekkert allt of vel. Það les víst enginn alveg eins og Rósa.

Elísabet bjargar því sem bjargað verður. Hún lofaði að hlusta mjög vel og endursegja nýjasta kaflann. Hún fer áreiðanlega létt með það, því sagan er í slíku uppáhaldi að þær keppast við að rifja upp hinar og þessar setningar, frá orði til orðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ þetta er Sverrir ,Magga mín vonandi tókst Elísabetu að hlusta vel fyrir þig í dag á Ljonshjartasöguna .Það er sko skemmtileg saga. Láttu þér batna fljótt kveðja til ykkar Sverrir frændi

Ásthildur Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 23:33

2 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Sæll elsku frændi. Ég skal skila þessu til Möggu. Hún er ennþá veik heima, svo Elísabet þarf að muna annan kafla til að segja henni í dag

Ragnhildur Sverrisdóttir, 30.1.2007 kl. 09:56

3 identicon

Gaman að heyra um tvíburana!  Á sjálf (ásamt minni ex) 4 ára gutta. Hann er ekki farinn að meta Bróðir minn Ljónshjarta ennþá...en mun gera það, eins og onnur mamman hans (ég).

Gangi ykkur allt sem best. 

Anna Benkovic (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 23:14

4 identicon

Ohh.. ég þarf að lesa þessa bók aftur.. í 500 skiptið.. þetta er sko uppáhaldsbókin mín í ÖLLUM heiminum..

Leifur Örn Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 786236

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband