31.1.2007 | 13:08
Líkamsband
Tvær af mörgum Margrétum í familíunni eru brattar, Magga systir í pólitikinni og Margrét dóttir, sem fór glöð og hress í leikskólann í morgun.
Alla vega, Margrét dóttir var búin að missa af tveimur köflum í Ljónshjarta og sá að svona gekk þetta ekki lengur. Hún heimtaði að fara á leikskólann og það var svosem allt í lagi, enda hitalaus. Hún var kannski dálítið vansvefta, eins og systir hennar, því þær ætluðu aldrei að sofna í gær. Margrét þurfti að yfirheyra systur sína um allt sem á daga Karls og Jónatans hafði drifið í fjarveru hennar og við Kata heyrðum malandann úr herberginu þeirra langt fram eftir kvöldi. Þær voru líka með fráhvarfseinkenni eftir þessa tvo daga, því þeim nægði engan veginn að vera saman bara síðdegis og fram að háttatíma.
Þær voru auðvitað dálítið lúnar eftir handboltaleikinn. Reyndar fylgdust þær ekki nákvæmlega með honum, en þær teiknuðu og litluðu íslenska fánann í mörgum eintökum og hengdu upp í kringum sjónvarpið. Stemmning! Rósa á leikskólanum hafði lofað veislu í hádeginu í dag ef Ísland ynni, svo úrslitin voru afskaplega mikilvæg. Þær voru því vonsviknar, en ákváðu að taka alla fánana með sér á leikskólann, í þeirri von að það yrði kannski dálítil veisla, því munurinn var jú bara eitt mark. Rósa tók því ekkert fjarri.
Elísabet var eitthvað lítil í sér þegar hún fór að sofa í fyrrakvöld og sagðist, eins og stundum áður, vera með hnút í maganum. Hún jafnaði sig fljótlega, enda ekkert sérstakt sem bjátaði á, en fór þá að rifja upp hvað hún hefði verið mikill kjáni þegar hún var lítil (fyrir heilu ári eða svo). "Ég hélt einu sinni að maður væri með svona líkamsband inni í sér og svo kæmi hnútur," sagði hún og hló að þessari endemis vitleysu í óvitanum sjálfri sér.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
-
margretsverris
-
begga
-
annapala
-
stebbifr
-
andreaolafs
-
sms
-
seth
-
salvor
-
hrafnaspark
-
svartfugl
-
vitinn
-
ingibjorgelsa
-
konukind
-
eddaagn
-
konur
-
thorbjorghelga
-
elvabjork
-
steinunnolina
-
jullibrjans
-
toshiki
-
adhdblogg
-
malacai
-
arndisthor
-
asarich
-
baldvinjonsson
-
berglindnanna
-
beggita
-
birna-dis
-
birtab
-
bjb
-
blomid
-
dabbaa
-
doggpals
-
madamhex
-
saxi
-
ellasprella
-
garun
-
gislihjalmar
-
neytendatalsmadur
-
gudni-is
-
lucas
-
gylfig
-
iador
-
helgamagg
-
skjolid
-
hildigunnurr
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlekkur
-
danjensen
-
innipuki
-
jakobk
-
jenfo
-
joninaros
-
prakkarinn
-
nonniblogg
-
julianamagg
-
kari-hardarson
-
kiddijoi
-
kollak
-
hjolaferd
-
kristinm
-
lenapena
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalinnet
-
101isafjordur
-
mal214
-
mongoqueen
-
olinathorv
-
fjola
-
amman
-
siggiholmar
-
sij
-
sigthora
-
zsapper
-
svala-svala
-
possi
-
saemi7
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
thorasig
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 786245
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.