Sumarbústaður að vetrarlagi

Ljúf helgi í Moggabústað að baki. Við renndum reyndar í hlað við bústaðinn Víkverja í hellirigningu á föstudagskvöldinu, en morguninn eftir lá hvítur snjórinn yfir öllu. Jólapóstkortafílingur alla helgina.

Kötu tókst að næla sér í einhverja pest, var illa haldin af kvefi og hálsbólgu strax á föstudeginum og þar með dæmdist á mig að fara í heita pottinn með dætrunum strax á laugardagsmorgun. Svei mér þá ef þær geta ekki buslað endalaust! Það var nokkuð af mér dregið loks þegar þær slepptu mér uppúr.

Svo urðum við auðvitað að fara aftur í pottinn um kvöldið, enda voru þær systur búnar að hafa mörg orð um að þær vildu hafa þetta eins og hjá Möggu frænku í fyrrasumar. Þá fengu þær að fara í pottinn á miðnætti og fengu súkkulaðiköku á eftir. Reyndar kunna þær ekki á klukku ennþá, svo þær trúðu því alveg að komið væri miðnætti þótt klukkan væri bara tíu. Mikil hamingja. Súkkulaðikakan var borðuð upp til agna, en Elísabet var að vísu á því að kakan hennar Möggu hefði verið betri (sem er auðvitað rétt, sú var nefnilega heimabökuð).

Helgi í sumarbústað af og til er hin mesta heilsubót. Þær létu aldrei sjá sig, mýsnar sem greinilega höfðu dundað sér við að naga sundur miðann á gaskútnum úti í Lesbók (áhaldaskúrinn við bústaðinn heitir þessu virðulega nafni).

Við fengum líka vini í heimsókn, sem jók á fjörið á laugardeginum. Svo tókum við þetta með trompi og stoppuðum í Eden á heimleið. Ósköp er það annars dapur staður. Oft var hann vondur, en núna er hann arfaslæmur. Capital of Kitsch, svei mér þá. Og ekki í góðri merkingu. Og mér virtist aðeins einn starfsmaður af mörgum kannast við hugtakið þjónusta.

Dæs.

Heimur versnandi fer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aparnir í Eden.

Baggalútur hefur ekki rangt fyrir sér.

hke (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 16:52

2 identicon

Hæ hke - hvernig er á nýju vígstöðvunum? ertu ekki komin með nýtt tölvupóstfang og alles?

Hanna Kata (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 10:22

3 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Já, góðan daginn, allar sem hafið ákveðiið að nota fínu bloggsíðuna mína til að skrifa persónuleg sendibréf ykkar á milli...

Það er víst best að þú svarir þessu, Helga, annars lendi ég bara í enn verri málum..

Ragnhildur Sverrisdóttir, 6.2.2007 kl. 10:31

4 identicon

Á ég að trúa því að þið hafið farið í Eden en ekki í sjoppuna til okkar?!

Annars er Eden til sölu..  

Leifur Örn Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 11:38

5 identicon

Já Ragnhildur! Hvað varstu að hugsa? Leifur, við klikkum ekki næst, lofa því!¨

Hanna Kata (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 13:40

6 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Ég lofa því hátíðlega að aka ekki framhjá sjoppunni ykkar næst. Ég sé svo sannarlega ekki fram á að vilja stoppa í Eden aftur (og ekki vildi ég kaupa herlegheitin á þær 200 millur sem mér skilst að eigendur vilji fá fyrir). Sem dæmi um hversu hroðalega illa er komið fyrir Eden, þá gat ég ekki hugsað mér að fá mér pylsu, eða ís, eða franskar. Og þegar ég fúlsa við slíku dýrindi er nú fokið í flest skjól! Viss um að þið félagar bjóðið miklu girnilegri óhollustu.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 6.2.2007 kl. 14:44

7 identicon

Það er ekki hægt að svara þessu án þess að koma upp um meiriháttar öryggisbrest.  Meira síðar ...

hke (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 786245

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband