7.2.2007 | 10:54
Breytt og bætt
Við Kata erum alsælar með húsið okkar, sem við höfum búið í í tæpt hálft ár. Við ætlum að gera myndarlegan pall í garðinn í vor, enda skilst okkur að hvergi sé notalegra á sumrin en í Fossvoginum. Og auðvitað alveg ómögulegt að eiga hús, en engan pall. Hvar eiga grillóðir Íslendingar að athafna sig? Á grasinu? Hver maður sér að það er alveg ómögulegt.
Við ætluðum að láta pallaframkvæmdir nægja á þessu ári, en svo fengum við Halldóru Vífilsdóttur arkitekt í heimsókn. Við höfðum einhverjar óljósar hugmyndir um hvernig bæta mætti eldhúskrókinn hjá okkur. Kannski bekk upp við vegginn? Og áttum við að loka tröppum upp í borðstofu? Kata var á því, ég vildi hafa opið áfram.
Nokkrum vikum síðar erum við með teikningar í höndunum frá Halldóru. Þar er ekki bara einfaldur bekkur, heldur bekkur sem tengist sérsmíðuðum skápum alla leið upp í borðstofu, og svo þarf að smíða nýtt eldhúsborð og kaupa rétta stóla við. Óljósar hugmyndir okkar eru nú allt í einu orðnar stórar og fullmótaðar, a.m.k. í kolli Halldóru. Hún er greinilega snillingur. Og eins og góðum arkitekt sæmir sameinaði hún vangaveltur mínar og Kötu um tröppurnar. Þær eru þarna áfram, eins og ég vildi, en hluti þeirra er horfinn, eins og Kata vildi.
Það er greinilega ekki að ástæðulausu sem fólk leitar til fagmanna, í stað þess að bauka við að leysa málin sjálft. Ég hefði a.m.k. ekki haft hugmyndaflug í þetta. Og það allra besta: Halldóra getur lóðsað okkur áfram þegar kemur að því að leita tilboða í smíðina og fá mannskap í uppsetningu o.fl. Þar erum við Kata algjörlega úti á þekju, við erum ekki í góðu sambandi við iðnaðarmenn, eins og sumir húsbyggjendur.
Úff, sem minnir mig á: Ég verð að reyna að snúa upp á handlegginn á Matta mági, svo hann sendi okkur rafvirkja. Öll útiljós eru enn dauð, eftir að ljósið yfir útihurðinni brann yfir. Og Kata er ekkert sérstaklega hrifin af minni lausn á málunum. Henni fannst að vísu allt í sóma að redda þessu ljósleysi með marglitri seríu í desember og jafnvel fram í janúar, en núna finnst henni tími til kominn að plokka jólaseríunar niður. Merkilegt nokk.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
-
margretsverris
-
begga
-
annapala
-
stebbifr
-
andreaolafs
-
sms
-
seth
-
salvor
-
hrafnaspark
-
svartfugl
-
vitinn
-
ingibjorgelsa
-
konukind
-
eddaagn
-
konur
-
thorbjorghelga
-
elvabjork
-
steinunnolina
-
jullibrjans
-
toshiki
-
adhdblogg
-
malacai
-
arndisthor
-
asarich
-
baldvinjonsson
-
berglindnanna
-
beggita
-
birna-dis
-
birtab
-
bjb
-
blomid
-
dabbaa
-
doggpals
-
madamhex
-
saxi
-
ellasprella
-
garun
-
gislihjalmar
-
neytendatalsmadur
-
gudni-is
-
lucas
-
gylfig
-
iador
-
helgamagg
-
skjolid
-
hildigunnurr
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlekkur
-
danjensen
-
innipuki
-
jakobk
-
jenfo
-
joninaros
-
prakkarinn
-
nonniblogg
-
julianamagg
-
kari-hardarson
-
kiddijoi
-
kollak
-
hjolaferd
-
kristinm
-
lenapena
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalinnet
-
101isafjordur
-
mal214
-
mongoqueen
-
olinathorv
-
fjola
-
amman
-
siggiholmar
-
sij
-
sigthora
-
zsapper
-
svala-svala
-
possi
-
saemi7
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
thorasig
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 786245
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mundu bara hvar þú átt að kaupa flísarnar, skal leggja inn gott orð!
Sigríður Jósefsdóttir, 7.2.2007 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.