Ertu með ofnæmi...?

Dætur mínar eru oftast nær afskaplega sáttar við fjölskyldu sína: tvær stelpur og tvær mömmur. Stundum gera þær þó athugasemdir og alltaf lúta þær að því sama, að fjölskyldan sé ekki nógu stór.

Þegar þær kúrðu uppi í rúmi í fyrrakvöld fóru þær, enn einu sinni, að biðja um gæludýr. Þær vita að ég er með ofnæmi fyrir hundum og köttum, svo þetta er frekar vonlaus barátta. En þær töldu samt upp öll gæludýrin sem vinir þeirra eiga, í þeirri veiku von að ég myndi einhvern veginn "skipta um skoðun" og hætta að vera með ofnæmi.

Svo þögðu þær um stund og ég hélt að þær væru sofnaðar. En Margrét var bara að hugsa sig um. Og byrjaði svo pælingarnar aftur

M: Ertu með ofnæmi fyrir fiskum?

Ég: Nei

M: Getum við fengið fiska?

Ég: Heldurðu að fiskar séu skemmtileg gæludýr?

M: Nei.

Þögn.

M: Eru með ofnæmi fyrir núll ára börnum?

Ég: Nei, ég fékk alla vega aldrei ofnæmi fyrir ykkur!

M: Getum við kannski talað við einhvern mann, sem á enga konu og hann getur kannski gefið mömmu fræ og þá fáum við lítið barn?

Ég: Orðlaus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Já það er margt að gerast í kollinum á þeim litlu Og ansi oft eiga þau það til að gera mann orðlausann hehehe. yndislegt alveg

Guðmundur H. Bragason, 13.2.2007 kl. 15:40

2 identicon

Jésúminn... Já, mér finnst nú alveg komin tími á að setja niður fræ!

Kv. Magga

Margrét Ósk Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 16:24

3 identicon

Hahaha... ótrúlega fyndið og krúttlegt og mikið sem gerjast í þessum elskum. Nú er bara að taka ákvörðun um hvort eigi að fá gullfiska eða fræ! Humm,,, erfitt val!

Olla (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 22:27

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

það er kannski að bera í bakkafullan lækinn, en ég er svo innilega sammála henni Ollu nr. 3. Þakka þér fyrir þessa privat sögu, hún gefur mér mikið.

Kv. Edda

Edda Agnarsdóttir, 15.2.2007 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband