Hvert hafa þessi 6 ár farið?

Elísabet og Margrét áttu 6 ára afmæli í gær. Þær voru eitt sólskinsbros frá morgni til kvölds. Þær voru spenntar að fara í leikskólann, enda fengu þær kórónu og þær fengu líka að þjóna til borðs. Sem ku vera toppurinn á tilverunni. Við sem eigum fleiri afmælisdaga að baki vitum hversu gott það er að sleppa við að þjóna til borðs, sérstaklega á afmælisdaginn.

Eftir vinnu komu ættingjar og nánustu vinir í heimsókn og þær systur fengu mjög góðar gjafir. fullt af fínum bókum, alvöru svefnpoka, pöddurannsóknarbúnað (í alvöru!) og trékastala, falleg föt, gúmmískó , púsluspil, bíómynd og ýmislegt föndurdót.

Við Kata gáfum þeim ný hjól, sem þær fengu reyndar að velja sér fyrir rúmum mánuði. Þá var auð jörð og dálítið vorlegt um að litast. Þær gátu því æft sig aðeins, en nýju hjólin hafa nú ekki verið hreyfð undanfarin. Vonandi vorar fyrir alvöru á næstunni.

Þúsund þakkir til allra sem glöddu stelpurnar okkar á afmælisdaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vera

Til hamingju með prinsessurnar

Vera, 20.3.2007 kl. 11:19

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Til hamingju með stelpurnar ykkar! Við gáfum eldri dóttur okkar einu sinni hjól í afmælisgjöf - hún á afmæli 14. apríl -  og það var eins og við manninn mælt, það var ekki hægt að nota það næsta hálfa mánuðinn vegna snjóa og hálku!

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 21.3.2007 kl. 11:44

3 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Þær systur eru að verða úrkula vonar um að nokkurn tímann komi hjólaveður. En það er allt í lagi, í bili a.m.k., því þær eru mjög uppteknar af að æfa sipp þessa dagana, afturábak og áfram og um alla stofu

Ragnhildur Sverrisdóttir, 21.3.2007 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Júní 2025
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.6.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband