25.5.2007 | 10:37
15 mínútna frægð
Einhvern tímann lýsti gömul vinkona því fyrir mér hvað fólk getur orðið háð því að vera í fjölmiðlum. Þessi ágæta kona, sem starfaði um hríð sem sjónvarpsfréttamaður, sagði að þetta væri viðurkennt "heilkenni", þessi tilfinning að vera ekkert og geta ekkert, ef of langur tími leið frá því að andlitið birtist síðast á skjánum eða röddin ómaði í útvarpinu.
Ég tek það fram að þessi vinkona mín var gjörsamlega laus við þetta heilkenni. Hún átti það meira að segja til að vinna langar fréttir án þess að sjást sjálf nema í mýflugumynd. Svo glottu hún og félagar hennar, sem ekki voru haldnir heilkenninu, að hinum og þessum kollegum sem voru alltaf sjálfir í mynd.
Þörfin eftir a.m.k. 15 mínútna frægð síast snemma inn í fólk. Á tímabili voru dætur mínar dálítið uppteknar af því að reyna að komast í sjónvarpið, þær þekktu ýmsa sem birtust á skjánum og þótti þetta greinilega mjög eftirsóknarvert. Margrét sýndi alveg sérstaka hugmyndaauðgi. Einu sinni sótti ég þær systur á leikskólann og þá sagði hún: "Ég get bara blikkað hægra auga og ef ég reyni að blikka vinstra auga þá lokast líka hægra augað. Ég þarf að fara í sjónvarpið og sýna öllum þetta."
Ég er afskaplega stolt af afkvæmunum, en af einhverjum ástæðum hummaði ég nú alltaf fram af mér að hafa samband við sjónvarpsstöðvarnar með þetta stórskúbb.
Af þessum snilldarsystrum er allt gott að frétta þessa dagana. Þær hafa báðar mjög mikinn áhuga á að læra að lesa og mæðurnar eru loksins farnar að taka almennilega við sér og aðstoða þær eftir megni. Svo er Margrét að æfa að segja R-in sín. Það gengur ágætlega í æfingunum sjálfum, en þar sem hún hefur alltaf sett L í stað R í öll orð þá á hún dálítið erfitt með að átta sig á því hvar R-in eiga að vera.
Elísabet systir hennar átti við þennan sama vanda að stríða þegar hún náði loks R-inu, en tók þann kostinn að setja nýja, fína R-ið inn á sem flesta staði. Þá hrópaði hún hátt og snjallt: "Stansið í nafni raganna," og sá ekkert athugavert við það. Og þegar systir hennar var með mikil læti þá sagði hún: "Æ, Magga mín, rækkaðu róminn, rækkaðu róminn!"
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
-
margretsverris
-
begga
-
annapala
-
stebbifr
-
andreaolafs
-
sms
-
seth
-
salvor
-
hrafnaspark
-
svartfugl
-
vitinn
-
ingibjorgelsa
-
konukind
-
eddaagn
-
konur
-
thorbjorghelga
-
elvabjork
-
steinunnolina
-
jullibrjans
-
toshiki
-
adhdblogg
-
malacai
-
arndisthor
-
asarich
-
baldvinjonsson
-
berglindnanna
-
beggita
-
birna-dis
-
birtab
-
bjb
-
blomid
-
dabbaa
-
doggpals
-
madamhex
-
saxi
-
ellasprella
-
garun
-
gislihjalmar
-
neytendatalsmadur
-
gudni-is
-
lucas
-
gylfig
-
iador
-
helgamagg
-
skjolid
-
hildigunnurr
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlekkur
-
danjensen
-
innipuki
-
jakobk
-
jenfo
-
joninaros
-
prakkarinn
-
nonniblogg
-
julianamagg
-
kari-hardarson
-
kiddijoi
-
kollak
-
hjolaferd
-
kristinm
-
lenapena
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalinnet
-
101isafjordur
-
mal214
-
mongoqueen
-
olinathorv
-
fjola
-
amman
-
siggiholmar
-
sij
-
sigthora
-
zsapper
-
svala-svala
-
possi
-
saemi7
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
thorasig
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þær eru dúllur og ég elska að lesa um þær. Skrifa sjálf mikið um barnabörnin mín en aðallega hana Jenny Unu sem er tveggja og var að ná errunum sínum nýlega. Hún heitir því núna Jenny Una Errrriksdóttirrrr og errrr tveggja árrrra.
Þetta heilkenni er nokkuð þekkt meðal pólitíkusa.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.5.2007 kl. 16:31
kannast vel við þetta syndrom...eftir flutningana til LA varð ég alveg bakk af fráhvörfum. Það voru bara allir hættir að klappa. Ég leysti þetta með því að kaupa mér litla klappvél og fortjald og get ég því hneigt mig við dúndrandi lófatak hvenær sem er.
hef gaman af því að lesa um uppeldi systranna...er með eina á þessum lestraraldri...meinfyndið
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 25.5.2007 kl. 18:59
Það hafa allir þessa athyglissýki. Fyrir mörgum árum var gerð skoðanakönnun í Bandaríkjunum þar sem spurt var hver væri æðsta ósk viðkomandi. Í fyrsta sæti lenti óskin um að koma fram í sjónvarpinu. Sú ósk var ofar á lista en góð heilsa og ýmislegt annað sem halda má í fljótu bragði að sé eftirsóknarverðara.
Jens Guð, 26.5.2007 kl. 01:58
Haha, ég myndi vilja vera fluga á vegg í daglegri þerapíu íslensku leikkonunnar í LA, þar sem hún bukkar sig og beygir á stofugólfinu við dúndrandi lófatak
Og svo hlýtur drynjandi rödd að hrópa "Hérna er hún, konan sem þarf ekki að kynna.....da-da-ra-da-daaaaaa"
Ragnhildur Sverrisdóttir, 26.5.2007 kl. 10:41
Flott hjá ykkur að byrja sjálfar að kenna börnunum ykkar að lesa. Sonur minn vildi læra að lesa þegar hann var 5 ára (hann er 15 í dag) en þá var mér harðbönnuð slík kennsla af kennaralærðri vinkonu minni á þeim forsendum að barnið fengi námsleiða í 6 ára bekk! Sé eftir því í dag að hafa hlustað á þetta rugl.
Guðrún Sæmundsdóttir, 26.5.2007 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.