3.6.2007 | 23:58
Krullu-foreldrar
Familían komin heim eftir stutta en afar góða heimsókn til Gautaborgar. Þar er Maggi Kötubróðir, Helene og stelpurnar þeirra tvær, Ellen og Agnes, sem eru 9 og 5 ára. Við fengum afskaplega höfðinglegar móttökur. Og það er ekki nóg með að þau eigi nýtt og flott hús, þar sem við fengum að gista (og borða og borða), heldur eiga systurnar stórt trampólín í garðinum. Þar skoppuðu frænkurnar fjórar daginn út og inn og við fullorðna fólkið neyddumst til að taka einstaka hopp, sem vöktu mikla gleði, enda þeyttust blessuð börnin stjórnlaust um allt trampólín þegar fallþungi fullorðins bættist við. Öryggisnetið sannaði gildi sitt
Í Svíþjóð lærði ég hið skemmtilega orð Curling-foreldrar. Þeir sem þekkja íþróttina curling, sem kallast víst krulla á því ástkæra, ylhýra, vita að hún felst í að einn keppandi rennir þungum steini eftir ís og samherjar hans hamast eins og óðir með einhverja kústa til að pólera ísinn og stýra steininum eftir hnökralausri braut. Curling-foreldrar eru þeir sem hamast með blessaðan "kústinn" í lífinu, svo barnið þurfi aldrei nokkurn tímann að reka sig á. Ég ætla ekki að verða krullu-foreldri.
Systurnar voru óskaplega hamingjusamar allan tímann. Við fórum í tívolí (eða tímolí eins og Margrét kallar það) Gautaborgar, Liseberg, á föstudeginum og þá voru langflestir heimamenn greinilega í vinnu og skóla. Engar biðraðir við tækin, sem var alveg himneskt. Elísabet fór í mörg tæki og sum þeirra miklu skelfilegri en hún hefur áður viljað fara í. Hún var stolt af árangrinum. Margrét skelfist ekki nokkurn skapaðan hlut og ég hélt að barnið myndi farast út hlátri í rússíbananum, á meðan ég ýlfraði af skelfingu við hliðina á henni. Henni fannst óskaplega ósanngjarnt að í örfá og allra ógnvænlegustu tækin var fólki bannað að fara, ef það mældist ekki 130 sm. Hún reyndi að tylla sér á tá, en varð að sætta sig við öll hin tækin. Ég var mjög fegin, ég hef misst allan kjark í svona græjur. Og vildi helst banna stelpunum allan glannaskap, en þá væri ég víst krullu-mamma og það skal aldrei verða. Kata er öllu hugaðri, hún fór t.d. með Elísabetu í einhverjar skelfilegar rólur, sem snerust á ógnarhraða hátt uppi í loftinu.
Fyrir utan tímolí-ferð vorum við að mestu að slæpast heima í húsi og í garðinum. Við gengum eitt sinn að skemmtibátahöfn skammt frá húsinu og þar sáum við marglyttur og krossfiska, sem Margrét þurfti að rannsaka mjög nákvæmlega. Á leiðinni heim fundum við stóra, dauða bjöllu og brotna skurn af eggi sem einhver fiðraður eggjaþjófur hafði nælt í. Skurnin var morandi í maurum, en það hindraði Margréti að sjálfsögðu ekkert í að lyfta henni upp, skoða í krók og kring og heimta mynd til minja.
Elísabet deilir þessum áhuga ekki með systur sinni. Þegar við vorum að borða kvöldmatinn hérna heima fyrr í kvöld fór Margrét að tala um krossfiskinn, en Elísabet bað hana vinsamlegast að hætta að tala um svona ógeðslegt við matarborðið. Margrét kom alveg af fjöllum, en ákvað að verða við þessari ósk systur sinnar og vildi þá í staðinn ræða um marglyttur og pöddur. Við rétt náðum að þagga niður í henni og bjarga matarlyst Elísabetar. Þessi sama Elísabet hefur hins vegar valdið systur sinni hugarangri með því að borða mat, sem Margrét myndi aldrei leggja sér til munns. Á þorrablóti í leikskólanum stakk Elísabet t.d. upp í sig hákarlsbita, Margrét sá til hennar og kastaði upp!
Jæja, aftur að Gautaborgarferð. Stoppið var stutt og þær systur voru ekki kátar að þurfa að fara heim í dag. Þær voru eins og ljós í flugvélinni. Elísabet hafði nokkrar áhyggjur af að fá hellu, rétt eins og á leiðinni út og tuggði tyggjó í gríð og erg. Ekki dugði það nú alveg, en miðja leið fór hellan og hún sagði alsæl: "Loksins! Ég er búin að ná aftur sambandi við heyrnina mína."
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
-
margretsverris
-
begga
-
annapala
-
stebbifr
-
andreaolafs
-
sms
-
seth
-
salvor
-
hrafnaspark
-
svartfugl
-
vitinn
-
ingibjorgelsa
-
konukind
-
eddaagn
-
konur
-
thorbjorghelga
-
elvabjork
-
steinunnolina
-
jullibrjans
-
toshiki
-
adhdblogg
-
malacai
-
arndisthor
-
asarich
-
baldvinjonsson
-
berglindnanna
-
beggita
-
birna-dis
-
birtab
-
bjb
-
blomid
-
dabbaa
-
doggpals
-
madamhex
-
saxi
-
ellasprella
-
garun
-
gislihjalmar
-
neytendatalsmadur
-
gudni-is
-
lucas
-
gylfig
-
iador
-
helgamagg
-
skjolid
-
hildigunnurr
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlekkur
-
danjensen
-
innipuki
-
jakobk
-
jenfo
-
joninaros
-
prakkarinn
-
nonniblogg
-
julianamagg
-
kari-hardarson
-
kiddijoi
-
kollak
-
hjolaferd
-
kristinm
-
lenapena
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalinnet
-
101isafjordur
-
mal214
-
mongoqueen
-
olinathorv
-
fjola
-
amman
-
siggiholmar
-
sij
-
sigthora
-
zsapper
-
svala-svala
-
possi
-
saemi7
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
thorasig
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kurling foreldrar gera það sem þau geta til að börnin þeirra þurfi ekki að ganga í gegnum sömu erfiðleika og gerði foreldrana að mönnum. Hvernig geta þá börnin orðið að mönnum?
Ásta Kristín Norrman, 4.6.2007 kl. 01:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.