Klappstżrur

Kosturinn viš aš vera tvķburi (žeir eru aš vķsu margir) er aš hafa alltaf einhvern eindreginn stušningsmann. Žęr systur bakka hvor ašra upp alveg endalaust.

Ķ gęr var Kata aš fara yfir R-ęfingarnar meš Margréti, sem hefur enn ekki nįš góšum tökum į žessum leišinda staf. Ég hef fulla samśš meš henni, enda komin vel į veg ķ barnaskóla žegar R-iš fór loksins aš rślla ešlilega. Ekki gott mįl fyrir litla stelpu sem hét RagnhilduR SveRRisdóttiR. Śff.

Jęja, aftur aš systrum. Ęfingar Margrétar ganga śt į aš hśn setji amerķskt R inn ķ orš og žašan fer svo hiš ķslenska aš rślla. Hśn endurtók oršin eftir mömmu sinni, k-k-krani, d-d-dreyma og svo framvegis. Elķsabet fagnaši hverju orši meš óskaplegum upphrópunum: "Jį, flott žetta Margrét! Og žetta var sko ķslenskt R, ekki bara amerķskt R!"

Svona lét hśn žar til ég tók hana ķ fangiš og fór meš hana ķ nęsta herbergi, enda voru ęfingarnar aš leysast upp ķ tómt rugl, žótt Margréti žętti hóliš gott.

Margrét dembir lķka lżsingaroršum ķ hįstigi yfir systur sķna ķ hvert sinn sem Elķsabet teiknar eitthvaš. Margrét er satt best aš segja alveg ótrślega laginn teiknari og systur hennar finnst sśrt ķ broti aš hennar teikningar séu ekki jafn fķnar. Margrét žreytist hins vegar aldrei į aš segja henni aš vķst séu žęr flottastar, frįbęrastar og fallegastar.

Žetta byrjaši afskaplega snemma hjį žeim systrum. Ég man eftir einu skipti, žegar žęr voru fjögurra įra og viš vorum allar fjórar aš spjalla saman. Žį varš Elķsabet alltaf fyrri til aš svara spurningum sem beint var til žeirra systra og Margrét varš eitthvaš leiš og sagšist ekki vita eins mikiš og Elķsabet. Aš sjįlfsögšu hamašist systir hennar viš aš sannfęra hana um aš žetta vęri rangt: "Ég veit ekki meira Magga mķn. Og žś ert alltaf svo góšleg, en ég er alltaf svo kjįnaleg." Svo gretti hśn sig, systir hennar fór aš hlęja og mįlinu var bjargaš.

Ég man aš žegar žęr voru enn minni, 1-2 įra, žį hittum viš Kata tvķburasystur ķ Kringlunni, stelpur sem Kata kannašist viš frį fyrri tķš og eru nśna fulloršnar. Žęr dįšust aš litlu skottunum og lżstu žvķ svo yfir aš žaš allra besta viš aš eiga tvķburasystur vęri fullvissan um aš annar einstaklingur vęri sannfęršur um aš žś vęrir žaš frįbęrasta į jöršinni.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Jennż Anna Baldursdóttir

ERRRRIN eru sérstaklega skemmtilegt višfangsefni. Frį įramótum hefur Jenny Una Errrriksdóttirrr getaš sagt err og hśn er enn aš rślla žeim.  Dęmi: Farrrršu, Einarrrrr, gerrrrra og hśn veršur svo sęl į svipinn ķ hvert skipti.  Ég held aš žetta hafi veriš erfišasta verkefniš hennar ķ lķfinu til žessa en hśn varš 2. įrrrra ž. 30. des. s.l.

Žessar systur eru hreint dįsamlegar og ég bķš spennt eftir hverri fęrslu enda sśper skemmtilega skrifašar (višfangsefnin gefa lķka nęg tilefni til žess) og svo eru žęr fullar af kęrleika og hśmor.

Žangaš til nęst

Jennż Anna Baldursdóttir, 28.6.2007 kl. 15:40

2 Smįmynd: Gušrśn Emilķa Gušnadóttir

Žaš var lķka RRRRRR vandamįl  hjį dóttur minni og mér meš  Gušrśnu Emilķu sįtum viš į hverjum degi viš ęfingar og Sigrśn Lea Hjįlpaši systur sinni śt ķ eitt, viš vorum meš sérstök spil,  en žaš sem mér fannst koma best śt  var bóka og kvęšalestur žaš fannst žeim skemmtilegast  sjįlfum. Ég er sammįla Jennż žessar stelpur eru frįbęrar, en meš fullri viršingu fyrir öllum uppalendum, žį er žaš menningarlega og vķšsżna uppeldi sem žęr örugglega fį žessar stelpur bara  gott veganesti śt ķ lķfiš.
                          hlakka til aš lesa nęstu frįsögn
                                             Góšar stundir.

Gušrśn Emilķa Gušnadóttir, 28.6.2007 kl. 20:06

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Sept. 2025
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nżjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (24.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frį upphafi: 786323

Annaš

  • Innlit ķ dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir ķ dag: 1
  • IP-tölur ķ dag: 1

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband