Illt í röddinni

Eftir fótboltaskólann í dag fóru systur með Matthildi frænku og Tuma krílahundi í leiðangur. Þau fóru í langan göngutúr í Elliðaárdal og borðuðu nesti við Indjánafoss. Sverrir Karl uppáhaldsfrændi var líka með í för, svo þetta var eintóm sæla.

Elísabet kvartar eitthvað undan eymslum í hálsi núna, en miðað við lýsingar Matthildar stafa þær líklega af því hvað hún borðaði mikið í dag Smile En hún lýsir þessu alla vega svona: "Mér er illt í röddinni. Mér er illt þegar ég hósta og þegar ég tala. Og mér er meira að segja illt í röddinni þegar ég er ekki að nota hana!" (sem gerist afar sjaldan og þá helst þegar hún sefur)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ragnhildur, þú drepur mig með þessum yndislegu "glimpsum" úr lífi stelpnanna þinna.  Ég er að farast úr krúttkasti

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.7.2007 kl. 09:45

2 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Það hlýtur þó að vera sérstaklega ljúft að drepast úr krútti?

Ragnhildur Sverrisdóttir, 13.7.2007 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband