Tappatogarinn 1948

Uss já, það eru margar sögur til af þessum risa. Til dæmis sú, sem rifjaðist upp í gær, af því þegar risinn bjargaði vegagerðinni milli Ísafjarðar og Súðavíkur á 5. áratugnum. Þá voru menn nú aldeilis í vandræðum, komnir að ókleifum hamri. En risinn stakk upp á að skipasmíðastöð Marsellíusar á Ísafirði smíðaði risastóran tappatogara, sem hann notaði svo til að bora göng í hamarinn. Enda nennti hann ekki að standa þarna alla daga og lyfta  bílunum yfir klettavegginn.

Til að blessuð börnin fari ekki varhluta af heimsmenningunni endaði sagan á hamingju risans og frúar hans, sem gátu loksins opnað vínflöskuna góðu sem franski risinn gaf þeim í brúðkaupsgjöf. Tappatogarinn kom þar að góðum notum.

Stundum koma þessar heimatilbúnu sögur manni í verstu ógöngur. Frönsk rauðvín uppi á reginfjöllum? Það verður bara að hafa það...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband