Þvörusleikir og Pottaskefill

Á föstudagskvöld brutu systurnar dálítið af súkkulaðistykkjunum sem Afi ís færði þeim fyrr um daginn, bræddu súkkulaðið og húðuðu þvöru, svo Þvörusleikir fengi eitthvað að kjamsa á. Hann virtist alsæll, a.m.k. voru tannaför á þvörunni á laugardagsmorgni, svo einhver hefur atgangurinn verið.

Ég steinlá í allan dag í fúlli flensu og missti af jólafótboltamótinu í Egilshöll, sem systur kepptu á. Kata sagði að þær hefðu staðið sig eins og hetjur. Þær peppuðu hvor aðra upp áður en þær fóru, ég heyrði Margréti segja við systur sína: "Ef þú spilar jafn vel á mótinu og á síðustu æfingu, þá fáum við kannski bikar!" Gott að hafa svona stuðning. Og Elísabet leynir því heldur ekki að henni finnst Margrét standa sig "ógeðslega" vel. Enginn bikar veittur á þessu móti, en þeim var slétt sama. Þær spiluðu tvo leiki, töpuðu fyrri, en unnu hinn.

Síðdeginu eyddu þær systur í uppáhaldið sitt, kaffihúsa- og bókabúðarölt með mömmu sinni, á meðan ég svaf enn heima. Um kvöldmatarleytið var ég orðin nógu brött til að taka á móti þeim úr bæjarferðinni með heimatilbúnum pizzum. Þær voru ósköp þreyttar eftir langan dag og skriðu upp í stóra rúm áður en þær náðu að undirbúa pottinn fyrir Pottaskefil. Ég tók það að mér, samviskusamlega. Það var ekki laust við glott á Kötu þegar hún sá mig bauka eina við þetta, löngu eftir að systur voru sofnaðar Wink

Á morgun er aðventuboð hjá Ásthildi systur og ég SKAL komast þangað. Þetta er nú engin alvarleg flensa held ég, smá kvef og hrikalegur slappleiki. Svefn, svefn og aftur svefn það eina sem dugar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hljómar eins og pestin sem ég var með - og náði mér einmitt af með því að sofa og sofa.

Láttu þér batna Eða var það ekki "óskir um góðan bata" í óskalögunum? 

hke (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 01:59

2 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

Bara að kvitta og þakka fyrir mig

Sigurður Hólmar Karlsson, 16.12.2007 kl. 06:50

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er svaklegur slappleiki sem fylgir þessu, "ógissla" leiðinlegt þegar maður er í jólastuði.

Baráttukveðjur í bötnun.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.12.2007 kl. 16:55

4 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Flensan á undanhaldi eftir boð hjá Ásthildi systur. Hún er afskaplega heilsubætandi systir að heimsækja á aðventu

Ragnhildur Sverrisdóttir, 16.12.2007 kl. 23:47

5 identicon

Já, mjög bakteríudrepandi...

hke (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband