Askasleikir

Margrét var töluvert svekkt yfir því í gærkvöldi, rétt eins og á sama tíma í fyrra, að við búum ekki svo vel að eiga ask. En hún útskýrði málið fyrir mér, hægt og rólega, svo ég myndi nú ekki ruglast: "Askur var svona eins og skál með loki og svo var maturinn í skálinni og fólkið gat notað lokið eins og disk."

Hún vissi alveg hvernig ætti að bjargast án asksins. Við settum smákökur og eina mandarínur í botn á djúpum diski. Henni fannst óþarfi að setja einhvern spónamat, í gamla daga hefði fólk borðað slátur og alls konar svoleiðis mat úr askinum sínum. Svo lögðum við grunnan disk yfir þann djúpa. Askur anno 2007.

Í nótt kemur Hurðaskellir. Ég held að hann þurfi enga sérmeðferð, bara kökur á disk og mjólk með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Hrönn

Sæl Ragnheiður!

Verð bara að segja þér að ég sá auglýsingu í sjónvarpinu fyrir bókina þína! Til hamingju með hana

kveðja,

Ásta Hrönn , 17.12.2007 kl. 22:38

2 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Hey! Það er meira en ég hef séð  !! Vona að þetta hafi verið góð auglýsing og takk fyrir hamingjuóskirnar.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 17.12.2007 kl. 23:40

3 Smámynd: Ragnheiður

Heppin varstu að þurfa ekki að rogast af stað með hurð ! Hugmyndaflugið er slíkt að unun er að líta.

Bíð spennt eftir jólasveinasögu, veit að það er eðlilegt hlé á stafapistlum

Ragnheiður , 18.12.2007 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband