18.12.2007 | 00:57
Hin fúla, fjórða
Þessi fúla, fjórða lægð má alveg verða sú síðasta í bili! Mér var alveg nóg boðið fyrir nokkru þegar fór að leka úr loftinu í herbergi stelpnanna (og þær "trúðu sko ekki eigin augum" í dramatíkinni). Þá lak líka dálítið með stofugluggum. Núna hriplekur með stofugluggum, það beinlínis rignir úr loftinu hjá systrum niður í þrjár skálar þar undir (ég varð að hella úr þeirri stóru áðan) og sem ég sat við tölvuna fyrir 5 mínútum heyrði ég dropahljóð á bakvið mig. Jú, mikið rétt, glugginn á skrifstofunni míglekur líka! Þetta er auðvitað ekkert slétt normal, enda er þetta veðurfar ekkert eðlilegt. Skrambinn og fjárinn, eða hoppandi hafmeyjar og sótsvartir sæhestar, eins og Kolbeinn kafteinn myndi segja
Nú fer ég lokaumferð um húsið áður en ég fer að sofa. Í fyrramálið má ekki rigna. Ég ætla að vakna í jólaskapinu sem ég var í um miðjan dag, takk fyrir.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
-
margretsverris
-
begga
-
annapala
-
stebbifr
-
andreaolafs
-
sms
-
seth
-
salvor
-
hrafnaspark
-
svartfugl
-
vitinn
-
ingibjorgelsa
-
konukind
-
eddaagn
-
konur
-
thorbjorghelga
-
elvabjork
-
steinunnolina
-
jullibrjans
-
toshiki
-
adhdblogg
-
malacai
-
arndisthor
-
asarich
-
baldvinjonsson
-
berglindnanna
-
beggita
-
birna-dis
-
birtab
-
bjb
-
blomid
-
dabbaa
-
doggpals
-
madamhex
-
saxi
-
ellasprella
-
garun
-
gislihjalmar
-
neytendatalsmadur
-
gudni-is
-
lucas
-
gylfig
-
iador
-
helgamagg
-
skjolid
-
hildigunnurr
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlekkur
-
danjensen
-
innipuki
-
jakobk
-
jenfo
-
joninaros
-
prakkarinn
-
nonniblogg
-
julianamagg
-
kari-hardarson
-
kiddijoi
-
kollak
-
hjolaferd
-
kristinm
-
lenapena
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalinnet
-
101isafjordur
-
mal214
-
mongoqueen
-
olinathorv
-
fjola
-
amman
-
siggiholmar
-
sij
-
sigthora
-
zsapper
-
svala-svala
-
possi
-
saemi7
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
thorasig
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sama hérna...keypti í sumar hús með ónýtum gluggum. Komst ekki í viðgerðir síðsumars eins og til stóð....nú eru þvegin handklæði daglega !
Ragnheiður , 18.12.2007 kl. 01:03
Sem betur fer er ekki rigning að norð-austri þá væri flóð með útidyrunum hjá mér sunnan rigning hentar mér betur
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.12.2007 kl. 02:06
Gluggarnir hjá mér eru vissulega slappir, svo það hjálpar ekki. Þeir eru reyndar handónýtir í stofunni. Ég verð líklega að hafa handklæði og skálar tiltæk fram á vorið.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 18.12.2007 kl. 09:25
Settu upp jólasveinahúfuna, kona góð, and "elf yourself".
hke (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.