Augað

Hurðaskellir færði þeim systrum einhverjar bílagræjur, plasthólk sem litlum bíl er smeygt inn í og svo er hægt að skjóta bílnum út á fullri ferð.

Þær voru afskaplega ánægðar og fóru í kapp með bílana sína. Allt í einu spratt Margrét upp og sagðist ekki vilja leika meira. Þær voru að fara í skólann, svo ég velti því ekkert sérstaklega fyrir mér.

Á leiðinni í skólann trúði Margrét mér fyrir því að hún gæti ekki leikið með þetta dót, af því að það væri auga á því. Eða mynd af auga. Ég átti nú bágt með að skilja hvað væri svona agalegt við það, en þá útskýrði hún: "Ég fæ illt í magann ef ég leik með þetta. Það er mynd af auga sem er dottið út úr hausnum!"

Alltaf jafn klígjugjörn, blessunin.

Þegar hún kom heim úr skólanum sá hún dótið og ætlaði að fara að leika með það, en þá blasti við myndin af auganu hræðilega. Ég bað hana að koma með þetta, ég skyldi reyna að skrapa myndina af. Það gekk ágætlega, en sem ég stóð þarna með hníf og skrapaði myndina af leit ég á Margréti og sagði: "Þú ert alveg einstök, Margrét mín."

"TAKK" sagði hún einlæg og brosti tannlausa brosinu sínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Krúttkast grand mal. 

Annars skil ég Margréti afskaplega vel, er svona sjálf og hef verið svo lengi sem ég man og það hefur ekki dregið úr þessu, nema síður sé.  Við erum sum fædd með þessum ósköpum (eiginmaður geymir lýsi á svölum t.d.)

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.12.2007 kl. 16:56

2 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Djísöss! Má ég kannski eiga von á að hún eldist eins og þú? Rífist við opinbera starfsmenn og póstburðarfólk og fái bullandi hita upp úr öllu saman??!

Enn er Margrét nokkuð óspillt. Hún gleypir fulla skeið af lýsi á hverjum morgni og finnst það gott (úps, sorrý Jenný, vona að þú hafir þolað þetta )

Ragnhildur Sverrisdóttir, 18.12.2007 kl. 17:46

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 snúllan! Efaðist ekki um eitt andartak að mamman meinti þetta á jákvæðan hátt.

Jóna Á. Gísladóttir, 18.12.2007 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband