25.2.2008 | 20:59
Confetti
Heimsóknin til tannlæknisins var í samræmi við þeirra villtustu drauma. Allt fullt af flottum tækjum, stóllinn lyftist upp og niður eins og venjulega, engar holur og svo máttu þær velja sér verðlaun á eftir.
Margrét valdi gúmmihendur, sem eru fastar saman og hægt að teygja ógurlega á. Elísabet valdi fínan hring.
Þær léku svo við Töru vinkonu fram að fimleikunum. Hérna var mikil hæfileikakeppni í gangi. Tara var dómari og Margrét söng og söng og söng, lög sem hún samdi jafnóðum. Elísabet skipti um föt á mínútu fresti. Hún var víst að keppa við systur sína, en kaus bara að syngja ekki, heldur sýna tískuföt. Töru var því skiljanlega mikill vandi á höndum. Loks ákvað Elísabet að fara í jólakjólinn og hefja upp raust sína. Hún söng "Vertu ekki að plata mig" á tvöföldun hraða og Töru dómara var allri lokið. Elísabet var lýst sigurvegari.
Dómarinn hafði dundað sér við að rífa blað niður í örsmáar agnir, sem kastað var yfir sigurvegarann í fagnaðarlátunum. Svo sópuðu Tara og Elísabet hverju snifi upp og hentu yfir Margréti, sem var þar með alveg sama þótt hún hefði lent í öðru sæti. Svo sópuðu þær hverju snifsi upp aftur, en það var nú bara af því að ég stóð á orgunum að fá þær til að taka til áður en þær fóru í fimleika
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einu sinni fyrir löngu sagði ég syni mínum að maður gæti týnst í herberginu hans ef svo illa vildi til að fara þyrfti þar inn. Datt þetta í hug við lestur um smá org þitt út af tiltekt!
Auður (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 21:54
Ég elska confetti. þegar ég var barn, þá var confetti svona töfra eitthvað. Hefur enn þessi áhrif á mig. En ef þú vilt tiltekt, segðu þá systrunum að hafa samband við mig og ég skal kenna þeim að gera lyftiduftssprengju...Voða gaman
Garún, 26.2.2008 kl. 10:16
Ég skal segja þeim að þú sért til í að kenna þeim að gera lyftiduftssprengju - HEIMA HJÁ ÞÉR!!
Ragnhildur Sverrisdóttir, 26.2.2008 kl. 11:17
Tvíburarnir greinilega jafn uppátækjasamar og stórskemmtilegar og þegar ég brá mér af "bæ". Takk fyrir kveðjurnar, ég saknaði færslnanna þinna og nú hefst heví blogglestur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.2.2008 kl. 09:11
Þín var sárt saknað, Jenný. Gott að sjá þig aftur á blogginu.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 27.2.2008 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.