27.2.2008 | 10:30
Tækni
Þegar ég sótti systur í skólann í gær var Elísabet í einhverjum leik með nokkrum bekkjarsystrum, en Margrét sat í tölvustofunni. Hún slökkti á tölvunni þegar ég kom, en kvartaði svo yfir því að hún kynni ekki eins vel á tölvuna og hinir krakkarnir. Elísabet bætti þá við, að þær kynnu heldur ekki eins vel á sjónvarpið og DVD-spilarann og aðrir krakkar, sem gætu alveg notað slík tæki alein. Á næstu dögum verður því bæði tölvu- og sjónvarpskennsla á þessum bæ, það er ómögulegt að þær systur dragist svona aftur úr í almennri þekkingu
Við Kata bættum nú aðeins fyrir vanræksluna með því að láta þær hafa tvo litla iPod Shuffle, sem hafa legið hér í skúffu mánuðum saman. Kata fann gripina í gærkvöldi, eftir að þær voru sofnaðar og ég hlóð inn á þá lögum úr Ávaxtakörfunni og Latabæ, auk Eurovision-lagsins hans Eika frá í fyrra og nokkrum Nylon-lögum. Þær voru ekki lítið sælar í morgun, þegar þær fengu að prófa dótið. Eitt prik til mæðra þar, fyrir að fylgjast með framþróun (O.K., tónlistarvalið lýsir kannski engri "framþróun" en iPodarnir gera það vissulega).
Eftir fótaboltaæfingu síðdegis í gær fórum við á Einimelinn til Afa Ís, sem átti 78 ára afmæli. Systur töluðu um það alla leiðina hvort ekki væri nú alveg öruggt að þær fengju súkkulaðiköku. Og auðvitað fengu þær súkkulaðiköku og meira að segja vöfflur. Afi Ís bar svo fram dísætan, þeyttan rjóma, eins og honum einum er lagið. Þær borðuðu sér nær til óbóta. Svo sælar voru þær, að Margrét gleymdi meira að segja að "biþja afa" um enn frekari fjárframlög til hrossakaupa. Sem var nú eins gott, á afmælisdaginn á maður að þiggja, en ekki gefa.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og mér fannst ósköpin öll skemmtilegt að tralla og syngja barnalög með mínum, þá verð ég að viðurkenna að ég er ósköp ánægð með breyttan tónlistarsmekk. Mér finnst verulega skemmtilegt þegar þær raula lög með Bítlum eða Coldplay og geta rætt hitt og þetta um fullorðins tónlist við mig.
Þetta kemur allt
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 27.2.2008 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.