29.2.2008 | 09:57
200 molar
Systur börðust eins og ljón á fótboltaæfingu í gær. Alltaf jafn gaman að fylgjast með því stuði.
Við vorum búnar að ákveða að hitta mömmu þeirra niðri í Ráðhúsi eftir fótboltann. Þar sat hún kynningarfund um nýtt sjúkrahús. Systur voru að vonum afar spenntar yfir fundarefninu, hlustuðu grannt á orð háttvirts heilbrigðisráðherra og sýndu allnokkra þolinmæði með upplýsandi ræðu Ingu Jónu Þórðardóttur, formanns nefndar um byggingu nýs háskólasjúkrahúss, .... æ, óttalegt bull er þetta í mér, auðvitað höfðu krúttin engan áhuga á þessu þótt þær færu vel með það. En ég hafði haft vit á að taka með iTouch-inn minn og tvenn heyrnartól, svo þær gátu setið á gólfinu, horft á teiknimyndir og beðið þess að fundurinn kláraðist.
Eftir fund stormuðum við allar á Hornið, enda löngu planað að fara út að borða. Systrum finnst sérstaklega gaman að fá pizzur á veitingastöðum, þar sem þær fá eina litla á mann, en þurfa ekki að deila stærri pizzu.
Margrét hafði töluverðar áhyggjur af því hvað hún ætti að drekka með pizzunni. Hún sagðist nefnilega vita að í risastórri (2ja lítra) flösku af kóki væru 200 sykurmolar! Í lítilli væru hins vegar bara 20 og þótt það væri slæmt þá væri það nú samt skárra. Við sögðum henni, að þar sem hún drykki svo sjaldan kók væri allt í lagi að fá sér glas með pizzunni. Þegar glasið kom horfði Margrét stíft á það og sagði svo: "Hvað ef þetta kók er úr risastórri flösku? Þá eru 200 sykurmolar í því." Það tók nokkurn tíma að útskýra fyrir henni, að jafnvel þótt kókið í glasinu hefði komið úr risastórri flösku þá þýddi það ekki að alla 200 molana væri að finna í þessu eina glasi. Hún varð afar fegin. Og kláraði kókið.
Þær voru þreyttar þegar við komum heim, en vildu samt auðvitað heyra sögu fyrir svefninn. Þessa dagana erum við að rifja upp ferð Fíusólar til Kaupmannahafnar og ævintýrin í Tívolí. Við erum nefnilega að plana stutta Köben-heimsókn í sumar. Við erum hins vegar allar orðnar leiðar á bókakostinum á heimilinu, þótt vissulega sé hægt að lesa Fíusól, Skúla skelfi og fleiri aftur og aftur, og ætlum að skella okkur á bókamarkarkaðinn í Perlunni um helgina. Systur ætla líka á hundasýningu með mömmu sinni, en ég fæ blessunarlega að sitja heima með mitt ofnæmi.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HAHAHA þú átt alveg frábærar dætur það fer ekki á milli.
Helga skjol, 29.2.2008 kl. 15:09
hahaha þið eruð frábærar
dabbaa (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 16:23
"Við vorum búnar að ákveða að hitta mömmu þeirra.."
Nú er ég ekki að skilja. Hélt að mamman skrifaði þessi orð.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.2.2008 kl. 17:23
Þið áttuð auðv. að taka hana á orðinu og bjóða henni vatn
M, 29.2.2008 kl. 18:14
HINA mömmuna, Heimir. Ég skrifa svona þegar ég er ekki að skrifa um mig, þótt ég sé hin mamman, nema auðvitað þegar ég er að skrifa um hina mömmuna en ekki mig....
Ruglandi? Já, stundum
Og já, við hefðum kannski átt að bjóða henni vatn, en þar sem henni finnst kók mjög gott til hátíðarbrigða hefði það verið pínulítið svindl. Af því að við vorum nú úti að borða og allt.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 29.2.2008 kl. 18:21
Stundum er ofnæmi bara ágætt
Þetta með 200 molana er brilljant. ARG
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.2.2008 kl. 23:06
Mömmur, búin.......
Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.3.2008 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.