Sótarar og kvenhetjur

Bjarki bestivinur kom heim með systrum eftir skólann í gær. Allt, allt of langt síðan hann hefur komið, en það er bara ansi erfitt að finna tíma. Ef systur eru ekki í fimleikunum, fótbolta eða gítar er Bjarki í fótbolta eða píanótímum. Afskaplega upptekin börn Smile

Um leið og ég kom að sækja systur og sagði þeim að Bjarki mætti koma með okkur heim rak Margrét upp gleðióp: "Vei, þá fáum við kanelsnúða!" Sem var auðvitað hárrétt, það má alls ekki bregða út af þeirri reglu. Bjarki er eini gesturinn með svo ákveðna forskrift.  Bjarki kemur = kanelsnúðar.

Þau léku sér saman eins og englar. Svo fengu þau að horfa á myndina Ikingut, sem ég hafði sótt á bókasafnið fyrr um daginn. Þau höfðu aldrei séð myndina og sátu dolfallin og fylgdust með litla grænlenska stráknum og íslenska vini hans.

Margréti fannst best við myndina "þegar Ikingut bjó til snjóhús" enda var það sko mjög flott snjóhús.

Litli feministinn Elísabet velktist ekki í neinum vafa um hvað var best við myndina: "Það var best að það var líka stelpa sem var hugrökk og hjálpaði til í alvöru."

Systir hennar var sammála. Þær eru svo hundleiðar á öllum myndunum, þar sem strákar eru hetjurnar og ef einhverjar stelpur skjóta upp kollinum eru þær nánast bjargarlausar. Elísabet hefur alltaf dýrkað söguna um Bróður minn Ljónshjarta, en kvartar samt alltaf yfir stelpuskortinum. Í þeirri sögu er engin hugrökk stelpa nema konan Soffía og það finnst henni alls ekki nógu gott.

Bjarki kvaddi okkur upp úr hálf sjö og þá var ég búin að þrífa mesta sótið af honum. Hann þurfti auðvitað að rannsaka arininn og ræða fram og til baka við Elísabetu um hvort jólasveinninn kæmi þar niður. Ég var of sein að kveikja, sat bara frammi í eldhúsi og hlustaði á malið í þeim. Svo áttaði ég mig allt í einu og stökk fram, en þá hafði Bjarki þegar stungið höfði og hálfum búk inn í arininn, til að sjá alla leið upp. Þessi ómótstæðilegi sótari horfði bara á mig og skildi ekkert af hverju ég skipaði honum að fara beint inn á bað, án þess að snerta neitt á leiðinni LoL Hann var með derhúfu á höfðinu, sem stelpurnar eiga, svo ég slapp við að skola á honum kollinn, en hendurnar voru kolsvartar og auðvitað strauk hann sér um ennið, klóraði sér í nefinu og hélt hugsi um hökuna áður en ég náði til hans.

Það er erfitt að finna ljúfari gutta en hann Bjarka.

Systur voru í essinu sínu við matarborðið, töluðu og möluðu og höfðu frá ýmsu merkilegu að segja. Eftir matinn skriðu þær í fang, eins og þær gera svo gjarnan. Þá látum við matinn setjast og klárum að tala saman.

Margrét var í fanginu á mér, sneri fram, svo aftur, svo á hlið, setti annan fótinn upp, svo hinn, lagðist hálfpartinn út af svo ég var næstum búin að missa hana, settist upp aftur og byrjaði aftur að engjast svona til. Ég var að reyna að ræða við mömmu hennar og systur um eitt af þessum stórmerkilegu umræðuefnum sem alltaf skjóta upp kollinum (held að í þetta sinn hafi málið verið hvernig maður fer að því að búa til glös sem brotna ekki), en allt í einu missti ég þolinmæðina með þessu ótrúlega iði hennar og sagði: "Margrét, hvað í ósköpunum ertu að gera??!"

Hún leit á mig og svaraði í fyllstu einlægni: "Laga nærbuxurnar."

Og hló svo manna mest.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

dabba (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 13:00

2 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe þessir krakkar eru meiri krúttin hehe smásótari, álíka smár feministi...

Ragnheiður , 1.3.2008 kl. 18:12

3 Smámynd: Garún

Er hann með krullað hár? Ég er að reyna að sjá þetta fyrir mér

Garún, 1.3.2008 kl. 18:52

4 Smámynd: Blómið

Það er fátt sem kemur manni í betra skap heldur en að lesa um daglegt líf hjá stelpunum ykkar Kötu.  Bara yndislegar  

Blómið, 1.3.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband