Gallsteinar og Grýla

Systur eru farnar í fimleika, en það suðar enn fyrir eyrunum á mér.

Þær komu heim úr skólanum hinar kátustu og ekki dró úr gleðinni að Tara nágranni kom með. Harðstjórinn ég lét allt gengið lesa um leið og þær komu inn úr dyrunum. Elísabet sat í stofusófanum og las um Völu, Margrét var í eldhúsinu og las um kálf og Tara sat við matarborðið og las um Mábba. Svo var ég eins og þeytispjald á milli að hlusta, sem gekk ágætlega því ég skipaði þeim bara að lesa aftur það sem þær höfðu verið að enda við að lesa, svo ég gæti dáðst að frammistöðunni. Flottastar.

Fjörið byrjaði eftir lesturinn. Ég hef ekki tölu á grímubúningunum sem þær klæddu sig í, dúkkunum sem þær léku sér með, sverðunum sem þær sveifluðu og lögunum sem þær sungu. Svo hljóp Tara heim að ná í fimleikabolinn sinn og rúlluskóna og þær þeyttust allar þrjár um allt hús á skónum sínum. Nýbakaðir kanelsnúðar náðu að hægja á þeim örstutta stund, en svo byrjaði allt stuðið aftur.

Þær róuðust aðeins þegar ég las Gallsteina afa Gissa fyrir þær, enda skemmtileg bók. Svo birtist Marta María ásamt Stefáni litlabróður og þá kom ný adrenalíninnspýting á neðri hæðina, svona rétt á meðan ég og Dóra fengum okkur kaffisopa uppi. Dóra tók svo alla hersinguna í fimleika.

Í dag kom Margrét heim úr skólanum með hefti, sem hún hefur unnið í desember. Í því eru teikningar af jólasveinunum, sem hún hefur litað og svo hefur hún skrifað nöfn þeirra við.

Jólasveinarnir heita: Stkkjastaur, Giljagör, Stúfur, Potasgefill, Askaslleigir, Hurðasgelir, Sgirgámur, Bjúgnakrækjir, Glugagæjir, Gátaþefur, Kjötkrókur og Kjertasnígir. Af einhverjum ástæðum hefur Þvörusleikir ekki fengið að vera með, en þarna eru líka Gríla, Lepalúði og Jólaköturin.

Sætust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Yndislegt líf,yndisleg börn,hvað er hægt að biðja um meira,þetta er bara yndislegt.og dásamlegt.Bestu kveðjur.Linda Linnet

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.3.2008 kl. 22:41

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst þetta frábær stafsetning hjá svona ungri stelpu, ég hef oft séð það verra.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.3.2008 kl. 01:30

3 identicon

HEHEHE

dabbaa (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 09:36

4 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Margrét mín skrifar sko allt sem hún ætlar sér. Það er nægur tími til að laga stafsetninguna ;)

Ragnhildur Sverrisdóttir, 4.3.2008 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband