Hrossakaup

Systur spruttu fram úr rúmum í morgun, enda nóg að gera áður en haldið var í skólann. Kata hafði gert boðskort í afmælið þeirra í gærkvöldi og nú þurftu þær að skrifa inn nöfn gestanna og kvitta sjálfar undir. Þær bjóða öllum stelpum í báðum 6 ára bekkjum, alls 16 stelpum. Þar við bætast svo þrjár gamlar vinkonur af leikskóla. Alls 21 stelpa með afmælisbörnunum. Þær systur ætla að halda afmælið í Veröldinni okkar í Smáralind, svo þar verður klifrað og hoppað, borðað og leikið af krafti næsta laugardag. Afmælið sjálft er ekki fyrr en eftir slétta viku, en þann dag kemur fjölskyldan og fylgihlutir hingað heim í boð.

Afmæliskortin voru ekki eina ástæða þess að þær spruttu framúr. Í gærkvöldi hringdi Tara á númer 5 og spurði hvort hún mætti verða samferða í skólann. Það var auðvitað sjálfsagt mál og hún var mætt hérna rétt fyrir 8, þegar við vorum að labba af stað. Svo stoppuðum við á númer 2 og þar var Marta María tilbúin að slást í hópinn.

Logalandsgengið skoppaði á undan okkur Kötu í skólann. Nú fer líklega að styttast í að þær vilji bara labba þetta saman, vinkonurnar. Við Kata erum ekki alveg tilbúnar að samþykkja það strax, okkur finnst svo gott og gaman að rölta þetta með þeim á morgnana. Og enn nýtumst við ágætlega til að halda á töskunum þegar þær verða lúnar og vilja skoppa frjálsar.

Logalandsgengið er einstaklega samhent. Þær eru enn að safna fyrir sameiginlegum hesti, einhverju risadýri úr Toys'R'Us sem þær ætla að kaupa saman og skiptast á að hafa á númer 2, 5 og 8. Í gær komu systur og Tara með poka af plastflöskum frá ömmu Töru og í dag ætla þær að flokka dósir og flöskur hérna heima og selja öll herlegheitin til að eiga fyrir hestinum. Ég var nú alltaf að vona að þær myndu gleyma hrossinu, en það stefnir ekkert í það. Það er töluvert kvíðaefni að þeim takist í raun að safna fyrir dýrinu. Ég hef reyndar aldrei litið það augum og hef ekki hugmynd um hvað það kostar. Líklega allmargar plastflöskur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Þær virðast hafa alið með sér þrautseigju! Við fullorðna fólkið værum örugglega búin að finna eitthvað annað til að eyða peningunum í!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 12.3.2008 kl. 13:51

2 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Þeim er greinilega styrkur í fjöldanum. Ef ein ætlar að bila í trúnni á hrossið minna hinar hana á það.

Ég verð að fara að gera mér ferð í Toys'R'Us og líta á gripinn.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 12.3.2008 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband