12.3.2008 | 17:52
Vampíra
Ímyndunaraflið er að gera út af við skólagöngu Logalandsgengisins.
Þegar ég sótti systur og Mörtu Maríu í skólann benti Margrét mér laumulega á ljósmynd af einum starfsmanninum uppí á vegg. Sagðist svo þurfa að segja mér dálítið, en ekki fyrr en við kæmum út í bíl.
Á þessari ljósmynd er ung og brosmild kona. En sú blekking! Í bílnum var ég leidd í allan sannleika um hana. "Við höldum að hún sé vampíra," sögðu systur og Marta María klíkufélagi þeirra.
Þær voru nú ekki alveg með það á hreinu hvað það væri að vera vampíra, en samt sannfærðar um að þessi kona væri einmitt það. Vampíra.
Þær færðu mörg og mismunandi rök fyrir þessu áliti sínu, sem hafði nákvæmlega ekkert með það að gera að þeim líkar mjög vel við þessa ágætu, ungu konu. Sterkustu rökin voru þau, að á myndinni eru augun í henni rauð.
Ég á fullt, fullt af vondum ljósmyndum af vampírum í myndaalbúmi fjölskyldunnar ef þetta er einhver sönnun.
Mér finnst ekkert gaman að eyðileggja svona pælingar, svo ég ákvað að ýta fremur undir ímyndunarveikina en hitt. Og sagði þeim að vampírur yrðu alveg óðar ef þær kæmu nálægt hvítlauk.
Þær ákváðu strax að hengja hvítlauksfestar um hálsinn á sér og faðma svo umræddan starfsmann til að athuga hvort hann bráðnaði.
Mörtu Maríu fannst líklegt að konuna myndi gruna eitthvað, ef þær kæmu með hvítlauksfestar um hálsinn og stakk upp á að þær myndu fara inn í eldhús, bíða þar til konan kæmi og spyrði hvað þær væru eiginlega að róta í ísskápnum og snúa sér svo snöggt við með hvítlauk í hendinni. Þær æfðu þetta nokkrum sinnum og æptu: HVÍTLAUKUR ! svo þakið ætlaði að rifna af Litla Skít.
Ég skaut því inn í hvort það væri ekki missir að konunni, ef hún yrði að einni klessu á gólfinu, en þær létu eins og þær heyrðu ekki í mér. Ég var líka búin að ákveða að vera ekki leiðinleg, svo ég hélt áfram að gefa góð ráð: "Vampírur hafa enga spegilmynd."
Það ætlaði allt um koll að keyra í aftursætinu eftir þessar upplýsingar. Elísabet ákvað að segja ungu konunni að varaliturinn væri aðeins útfyrir, hún þyrfti að laga hann og best væri að gera það fyrir framan spegil. "Og svo fer ég með henni inn á bað og þá sé ég ef hún er í speglinum," sagði hún sigri hrósandi.
Marta María og Margrét kunnu ótalmörg önnur ráð til að tæla konuna að spegli, en þá benti ég þeim á eitt vandamál. Ungar konur settu alltaf málningu framan í sig og því væri erfitt að greina hvort þetta væri í raun spegilmynd þeirra, eða bara spegilmynd af öllu meik-öppinu.
Nú kom óvenju löng þögn afturí. En Elísabet benti loks á, að freknurnar á konunni sæust, svo varla málaði hún sig mjög mikið.
Ú-Ú-Ú, vampíra með freknur! Þetta varð sífellt ógnvænlegra.
Þær héldu áfram að ræða vampíruna eftir að við komum hingað heim.
Svo kom fjórði klíkufélaginn, Tara á númer 5, og þá þurfti að setja hana inn í málin.
Margrét kom til mín áðan. Hún er að hugsa um að hætta í skólanum. Henni finnst ómögulegt að vera í skóla sem er "fullur af vampírum".
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæ
Tómas Örn Sigurðarson, 12.3.2008 kl. 18:01
sigg þór ég er búin að gera heima síðu en hverni gset ég fleyri myndbönd inn á hana
Tómas Örn Sigurðarson, 12.3.2008 kl. 18:02
ómæ...hefur einhver reiknað út brottfall úr barnaskóla vegna vampíra ? Dásamlegt ímyndunarafl
Ragnheiður , 12.3.2008 kl. 18:09
Turetta Stefanía Tuborg, 12.3.2008 kl. 18:49
Þetta er ein sú skemmtilegasta saga sem ég hef lesið lengi! Takk fyrir að deila þessu með okkur Ragnhildur, dætur þínar lífga alltaf uppá daginn.
Vilborg Valgarðsdóttir, 13.3.2008 kl. 10:39
Hún getur komið aftur til okkar ég held að hér séu engar vampírur. Skófluræningjar og Táfýlusokkatröll eru bara barnaskapur miðað við Vampírur.
Annars kom minn eldri einu sinni heim eftir skóla í 1. bekk og sagði mér að húsvörðurinn væri hættur eða annað hvort hætti hann eða hann var rekinn fyrir að "bana stúlku með skóhorni" ég hef aldrei fengið það á hreint hvort var!!
kveðja frá Rauðudeild
Linda Ósk (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 10:58
hahahahahaha rosalega áttu skemmtilegar stelpur Ragnhildur Meira ímyndunaraflið sem þær eru með heheh
Dabba vinur :) (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 11:19
Það er greinilega tímabært að kanna brottfall úr skóla vegna vampíra, Ragnheiður. Freknóttar vampírur með rauð augu mega ekki vaða uppi í skólakerfinu.
Ég ætla ekki að segja þeim að þær megi snúa aftur á leikskólann, Linda, því ég óttast að þær myndu taka því fagnandi. Ég reyni frekar að hjálpa þeim í baráttunni gegn illþýðinu í Fossvogsskóla. Hef þegar gert mitt besta, með ábendingum um hvítlauk og spegla. Illþýði veður greinilega uppi í öðrum skólum og þarf ekki vampírur til, mér finnst t.d. hrikalegt að heyra af húsverðinum sem banaði stúlku með skóhorni. Af einhverjum ástæðum komst það stórmál aldrei í fréttir.
Ég tek öllum vinum opnum örmum, Ólafur Þór, það er aldrei nóg af þeim.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 13.3.2008 kl. 11:47
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.3.2008 kl. 16:18
hahahahaha þetta er snilld
Garún, 13.3.2008 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.