Terta upp í loft

 Á morgun er afmælisveisla fyrir bekkjarsysturnar.

Systur hafa mjög sterkar skoðanir á því hvernig afmælisveisla á að vera. Hver sá sem ávarpar Elísabetu þessa dagana og spyr um afmælisveislu fær athugasemdina: "Það verður ekki bara veisla. Það verða skipulagðir leikir."

Kata ætlar að taka að sér að skipuleggja og stjórna leikjum. Hún hefur sérstaklega gott lag á argandi krakkahópum. Kannski býr hún enn að eigin þátttöku í hópíþróttum, eða þjálfaradjobbinu? Ég hef ekki þann hæfileika að láta hóp af skrækjandi og flissandi stelpum þagna til að hlusta á mig.

Ég get hins vegar alveg skipulagt hitt og þetta, ef nauðsyn krefur. Annað atriði, sem systur taka skýrt fram við alla sem spyrja um afmælið, er að það verður "terta sem verður svona upp í loft."

Þessi glæsiterta er að fæðast í áföngum inni í ofni núna. Ég treysti mér í þann part, þ.e. að setja hvert mótið á eftir öðru inn í ofninn. Svo kemur Kata heim, snikkar þetta allt saman til og voila: Þriggja hæða afmælisterta!

Auðvitað er þetta ekki alveg svona einfalt. Það gengur víst ekki að hlaða botni tvö ofan á botn eitt, þótt aðeins minni sé, og setja svo þann þriðja og minnsta efst. Nei, það verður að setja upp einhverja beinagrind, stillansa innvortis, svo tertan haldist glæst og fögur. Þetta hefði ég ekki vitað nema af því að ég asnaðist til að fara að googla eitthvað um tertur og datt inn á ameríska síðu. Kaninn kann sko að gera margra hæða tertur! Og með fylgdi nákvæmur uppdráttur, sem sýndi hvar innri bygging ætti að vera, svo tertan yrði sem fegurst.

Mér féllu nánast hendur um sinn. Tók mig 3-4 klukkutíma að fatta að hér á landi er allt morandi í fagmönnum sem geta leiðbeint. Svo ég hringdi í byggingarmeistara... nei , djók, ég hringdi í elskulegan bakara hjá Bernhöftsbakaríi, sem benti mér á að fara í Akron og kaupa plexíglerstöng. Hana saga ég svo bara niður í hentuga búta, sting þeim niður í botn eitt og botn tvö og hleð svo upp þessari flottu tertu. Ókei, KATA hleður upp þessari flottu tertu og mundar rjómasprautuna, ég er betri í grunnvinnunni.

Systur eru alveg sérstaklega sælar með mæður að láta þessa margra hæða tertu eftir þeim. Með súkkulaðikremi og bleikum rjóma. Þær ætla hins vegar sjálfar að sjá um að skreyta hana að öðru leyti. Mig grunar að hún verði að vera einstaklega sterkbyggð, eigi hún að þola allt það sælgæti sem þær vilja setja á hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Takk, takk

Afmælið sjálft er reyndar ekki fyrr en 19., en þá verða veitingarnar vonandi ekki allar "upp í loft"

Ragnhildur Sverrisdóttir, 14.3.2008 kl. 15:36

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Til hamingju tvíbbar! Bræður minir, tvíburar, voru alltaf eða oftast kallaðir tvíbbar af foreldrum okkar. Er eiginlega dáldið forvitin um þessar kökuupphleðslu? Vinn við heimilisfræðikennslu og ekku svo vitlaust að stinga þessu einhverntíman inn hjá áhugasömum nemendum.

Edda Agnarsdóttir, 14.3.2008 kl. 17:42

3 identicon

HAHAHAHA Til hamingju með þær  Settu mynd af kökunni inná síðuna??

dabbaa (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 17:55

4 Smámynd: Helga skjol

Til hamingju með dömurnar,endilega að skella inn mynd af flottheita tertuni.

Helga skjol, 14.3.2008 kl. 19:56

5 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

ARG! Þetta er óbærilega pressa

OK, OK, skal reyna að setja inn nánari skýringar síðar

Ragnhildur Sverrisdóttir, 14.3.2008 kl. 20:36

6 identicon

segi ekki annað en gangi ykkur vel!! Þetta er rosalega gaman en óóóótrúlega er maður ánægður þegar síðasta barnið valhoppar út í sykurvímu.  Ég á nú "bara" eina stelpu og OMG bekkjarveislurnar eru á við 3 strákaafmæli hjá mér :) En ég vissi ekki þetta með terturnar, hélt einmitt að þeim væri bara klesst ofan á hverja aðra. Ímynda mér að gott sé að hafa barnafrítt svæði þegar tertunum er raðað upp. Góða skemmtun :)

hm (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 20:55

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Til hamingju með stelpurnar og gangi ykkur vel á morgunnég á fimm stelpur og veit hvernig er að halda uppá stelpnaafmælimaður þarf á allri sinni orku að halda og gott betur en þaðhjá mér er um 50,manns í einu barnaafmæli,ef allir komaþví fjölskyldan okkar er svo svakalega stór,en það er gaman að þessu og enn og aftur til hamingju með morgundaginnbestu óskir um góðan afmælisdag

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.3.2008 kl. 23:20

8 identicon

Ok. Ég bara VERÐ!! að sjá mynd af þessari köku. VERÐ!! Það væri rosalega töff að bjóða vinum símun í óvænt kaffi og hafa svo svona köku. Og þykjast svo bara að hafi sko ekkert haft fyrir þessu, eins og maður sé einhver bree van der kamp.. ! Þú hefði ekki átt að segja hversu mikið mál þetta væri. Áttir bara að ljúga að fólki að þú hafir dundað þér við þetta svona bara að gamni rétt fyrir veisluna.

Edda Katrín Beggudóttir (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 20:00

9 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

OK, þetta er nú orðið ágætt hjá ykkur. Eru þetta samantekin ráð heimilisfræðikennara, almennra blogglesara og ættingja vestan af fjörðum?

Djísöss!

Ég skal reyna að finna aftur leiðbeiningar um uppbyggingu og setja inn link. Og myndir eru væntanlegar, en ég óttast mjög að þið verðið fyrir vonbrigðum, væntingarnar eru svo miklar.

Hey, hér er linkurinn: www.allinonebakeshop.com/documents/AIOBStieredcakeconstuction.pdf

Ragnhildur Sverrisdóttir, 15.3.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband