16.3.2008 | 19:25
Tertuhelgi
Systur voru alsælar með afmælisboðið í Smáralind. Stelpuhópurinn fékk pizzur, köku (já, hina einu sönnu) og ís og svo klifruðu þær upp um alla veggi sleitulaust. Allar vinkonurnar gáfu þeim fínar gjafir og þær voru alveg í skýjunum þegar þær dunduðu sér með dótið í gær og í morgun. Kata gat tekið stutt vídeó á myndavélina sína þegar systur voru að skreyta tertuna og hún getur áreiðanlega fundið út úr því með mér hvernig á að setja það inn á síðuna.
Við fórum snemma út í morgun, hittum Addý og Báru í brunch á 101 og svo fóru systur í afmæli til Sigurlaugar bekkjarsystur. Sama hamingjan í því afmæli og þeirra eigin, sýndist mér. Við Kata röltum eftir þeim klukkan þrjú og klukkutíma síðar vorum við mættar í fermingu hjá Elínu Rósu. Við erum því rækilega úttroðnar af tertum og pizzum eftir þessa helgi
Páskafríið er byrjað í skólanum, en systur fara í frístundaheimilið í fyrramálið. Mér sýnist prógrammið þar mjög skemmtilegt næstu daga, hópurinn fer á skauta á morgun og í keilu á þriðjudag. Þær eru spenntar og ekki baun svekktar að vera ekki í fríi alla daga. Þær fá líka að hjóla í frístundaheimilið á morgun, ég lofaði því víst í einhverju bríaríi fyrr í dag.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bríarí? þetta notaði mamma mín og það eru ekki margir sem þekkja þetta orð. Hvaðan kemur það og hvað er formlega þýðingin?
Ég hef heyrt þetta notað eins og vitleysa - þetta er agjört bríarí! er það ekki til?
Edda Agnarsdóttir, 17.3.2008 kl. 01:00
er bríarí = bjartsýniskast? Ég kannast líka vel við þetta orð
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.3.2008 kl. 01:30
Þetta orð þekki ég vel í þeirri merkingu sem þú notar það; fljórfærni, án þess að hugsa um afleiðingar, án þess að hugsa. Mamma mín, sem var skólasystir pabba þíns á Ísafirði, notar þetta orð oft. Hjartans þakkir fyrir yndislegt blogg.
Katrín Frímannsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 07:54
Rétt, Katrín, svona notar fólk þetta alla vega á mínu bernskuheimili: Í fljótfærni, hugsunarleysi, kæruleysi...
Ég man ekki til þess að þetta hafi verið notað eins og þú segir, Edda, þ.e. að eitthvað sé algjört bríarí í merkingunni vitleysa.
Ég googlaði þetta auðvitað, fyrst bloggið mitt er orðið málfarsþáttur og þar sá ég að margir nota þetta eins og ég, en það er líka til í dæminu að þetta sé notað í merkingunni vitleysa. "Þetta er tómt svindl og bríarí" skrifar einhver, en sá næsti segist hafa varpað einhverri hugmynd fram "í bríarí".
Svo er auðvitað vit að kíkja í orðabók. Í nýrri íslenskri segir: "óskipulegt hátterni, rælni, tilraunamennska, umhugsunarlítil athöfn, uppátæki af litlu viti..."
Dæmi eru gefin um "það datt í mig svona í bríaríi" en líka "tókum upp á ýmsu bríaríi", svo í síðara dæminu er nú vitleysan þín komin, Edda
Ragnhildur Sverrisdóttir, 17.3.2008 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.