17.3.2008 | 10:23
Skautað yfir sannleikann
Systur voru kátar í morgun. Við vorum nú ekkert að flýta okkur af stað þótt við vöknuðum kl. 7, kúrðum lengi og hnoðuðumst, tókum góðan tíma í morgunmat og svo ráku þær augun í kassa með páskaskrauti á borðstofuborðinu. Þær urðu auðvitað óðar og uppvægar þegar þær sáu allt fína skrautið sem þær gerðu í gamla daga, á meðan þær voru enn á leikskóla, og nú er þetta skraut komið upp um alla veggi og borð. Ég fékk alla vega að klára kaffið mitt og Moggann í friði, en Kata hin ofuraktíva stökk af stað í leikfimi. Kannski hefur hún fengið meira koffín en ég? Nei, held ég geti nú ekki útskýrt leikfimileti mína með koffínskorti.
Ég varð að svíkja loforðið um hjólaferð í skólann, enda hálka úti og systur voru alveg sáttar þegar ég sagði að við myndum ganga. Þær óttuðust að við færum á bílnum, en fátt finnst þeim verra á morgnana. Þær þurfa svo mikið að spjalla, að gönguferðin er eiginlega bráðnauðsynleg.
Að þessu sinni var þeim væntanleg skautaferð ofarlega í huga. Þær spurðu mig hverjar líkurnar væru á að þær gætu strax staðið á skautunum hjálparlaust. Ég kaus að segja þeim ekki bernskusögur af mér, því þótt þær séu sívinsælar þá eru skautasögurnar kannski engin sérstök hvatning. Ég trúi því reyndar enn að ég hafi alltaf verið frekar slöpp á skautum af því að þegar skautarnir voru loks komnir í mínar hendur höfðu tvær eldri systur skælt þá svo rækilega að það var engin leið að nota þá. Systur mínar myndu áreiðanlega segja þetta síðari tíma söguskýringu...
Alla vega, ég neyddist nú til að segja systrum að þær gætu ekki reiknað með að svífa um allt skautasvellið í fyrstu tilraun, en hins vegar væri óskaplega gaman að prófa. Ég ætti að vita það, prófaði og prófaði árum saman.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þær nota þessa gönguferð greinilega í afar uppbyggilegum tilgangi, bara flottastar. Ertu virkilega hætt að prófa skautana ? hehe...iss ég flaug um alla tjörn eins og fuglinn frjáls og alltaf mest hrædd um að lenda í vök.
Ragnheiður , 17.3.2008 kl. 12:00
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2008 kl. 13:18
Ragnheiður, ég vona heitt og innilega að þær falli ekki fyrir skautunum. Það væri hreint skelfilegt ef þær ætluðust til að ég færi að fylgja þeim eftir í því sporti.
Jenný, sjálf bara !
Ragnhildur Sverrisdóttir, 17.3.2008 kl. 14:33
Er skóli í dag??? Börnin mín eru í páskafríi!
Sigþóra Guðmundsdóttir, 17.3.2008 kl. 16:44
Nei, nei, róleg Sigþóra. Það er ekki skóli, en frístundaheimilið í skólanum er opið ;)
Ragnhildur Sverrisdóttir, 17.3.2008 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.