Fallin keila

Það fór eins og ég óttaðist: Systur stóðu sig vel á skautunum og vilja alveg endilega fara sem allra fyrst aftur. Kata kom mér til bjargar, lýsti því yfir að hún hefði verið afar liðug á járnunum hérna í den og væri meira en til í að fara með þeim bráðlega. Þær vilja hins vegar gjarnan að ég fari með og horfi á, líklega svo þær geti spurt mig í sífellu hvort ég hafi virkilega dottið í hverju skrefi. Þær spurðu mig að því 127 sinnum í dag og svarið var fyndið 127 sinnum.

Á morgun fara þær í keilu. Ég hef aðeins prófað keilu einu sinni, en ef þær falla fyrir því eðla sporti reikna ég með að geta fylgt þeim eftir án þess að leggja mig í lífshættu. Er ekki ólíklegt að ég detti í hverju spori í keilu?

Þær voru örþreyttar í kvöld, eftir skautana, leiki, hjólatúr, fimleikaæfingu og hjólatúr, í þessari röð. Svo lásum við um bláa hnöttinn og þær þurftu ekkert að suða í mér að lesa meira en ég ætlaði mér, bókin er svo spennandi og skemmtileg að ég þurfti að beita mig hörðu til að hætta að lesa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband