Ómarktæku kellingarnar

Pistill í 24 stundum í dag:

Dætur mínar eiga sjö ára afmæli á morgun. Þær geta ekki beðið eftir að eldast.

 

            Ég hef ekki enn fengið af mér að segja þeim að þær verði stelpur fram yfir þrítugt, svo komi u.þ.b. 10 ára tímabil þar sem þær teljist kannski til brúklegra þjóðfélagsþegna sem mark er takandi á, en að því tímabili loknu umturnist þær í kellingar. Og kellingar eru til fárra hluta brúklegar.

 

            Svo undarlegt sem það nú er, þá er ævi karlmanna með allt öðrum brag. Vissulega eru þeir fyrst strákar. Þá eru þær stelpur.

 

Svo verða þeir ungir menn og jafnvel efnilegir ungir menn. Þá eru þær áfram stelpur, en sumar að vísu efnilegar stelpur.

 

Á þriðja stigi verða þeir bara „menn“ og á mönnum er mark takandi. Þá eru þær enn stelpur, en hafi þær menntað sig og séu fylgnar sér þykja þær að vísu marktækar á þessu tímabili. Konur eru þær sjaldnast kallaðar, enda þykir það eins konar skammaryrði. Komi karlmaður í hús þykir ekkert tiltökumál að hrópa: „Það er hér maður að spyrja eftir þér!“ Komi kona í hús verður fólk vandræðalegt, heldur að það móðgi hana með því að kalla hana konu, kallar hana frekar stelpu eins lengi og hægt er, en kemur sér undan því ella.

 

            Að þessu tímabili loknu eru þeir enn „menn.“ Þær eru kellingar.

 Þetta sést skýrt í stjórnmálunum. Þar verða efnilegu, ungu stjórnmálamennirnir að stjórnmálamönnum. Efnilegu, ungu stelpurnar verða kellingar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Frábær greining, Ragnhildur! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.3.2008 kl. 14:09

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brilljant greining, því miður og andskotans ver.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.3.2008 kl. 16:03

3 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Brill, brill, brill

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 18.3.2008 kl. 16:19

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ójá, þetta er sko rétt! Argggggg

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.3.2008 kl. 20:50

5 identicon

Ja, þú kannt að koma staðreyndum í orð.  Vertu ekkert að segja stelpunum þínum þetta. Leyfðu þeim að vera litlum og hlakka til.

Helga (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 22:44

6 identicon

Hararahar (sjóræningjahlátur konu) Nákvæmlega, ég man aldrei eftir því að hafa kallað: Það er kona að spyrja eftir þér :)  Ekki nema þegar bóndinn minn fær símtal frá konu og þá er það sagt á ekki mjög hlýlegan hátt! Góðar stundir.

hm (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 22:53

7 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Ég sé á viðbrögðunum að ég hef hitt naglann á höfuðið. Jamm, sorglegt en satt, er ég hrædd um.

Ég ætla ekkert að flýta mér að segja stelpunum þetta.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 18.3.2008 kl. 23:06

8 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Góður pistill hjá þér  Las þetta í 24 stundum í dag,kveðja frá kellingu

Katrín Ósk Adamsdóttir, 19.3.2008 kl. 00:49

9 identicon

Þegar þær komast á legg, verður þetta úrelta sjónarhorn bara á spjöldum sögunnar. Ég hlæ ("með öllum kjaftinum") að svona orðræðu. Lifi byltingin!

hke (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 10:55

10 identicon

Til hamingju með stelpurnar ykkar! Sögurnar af þeim eru endalaust skemmtilegar, hlakka til þegar Þórdís Una fer að koma með svona skemmtilega frasa :o) Vonandi hafið þið það sem allra best yfir páskana.

Ásta Guðrún (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 12:04

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta er góð greining og sönn því miður. Til hamingju með Telpurnar eins og sagt var við mig þegar ég var lítil!

Edda Agnarsdóttir, 19.3.2008 kl. 12:14

12 identicon

Sælar allar vildum láta vita að við vorum að setja inn afmæliskv. í gestabókina  afmæliskveðjur ásta frænka og co

Asthildur Sverrisdottir (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 12:46

13 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Takk, takk og aftur takk

Ragnhildur Sverrisdóttir, 19.3.2008 kl. 12:52

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þetta er svooo rétt hjá þér, því miður.

Til hamingju með dæturnar.  

Marta B Helgadóttir, 20.3.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband