20.3.2008 | 09:50
Vinsælasti hnötturinn
Systur héldu afmælisveislu síðdegis í gær, mest fyrir fjölskyldu en einn og einn vandalaus vinur slæddist með. Það bættist enn á pakkafjallið mikla og alveg með ólíkindum hvað allir höfðu valið vel og fallega fyrir þær. Takk, fyrir þeirra hönd.
Þegar síðustu gestir voru farnir og við Kata búnar að ganga frá í eldhúsinu fórum við allar í hjólatúr. Systur urðu auðvitað að prófa nýju hjálmana, sem eru svo miklu, miklu betri en gömlu hjálmarnir þeirra. Þeir gömlu voru líka orðnir of litlir, svo nú er allt eins og það á að vera.
Við hjóluðum niður í dal, út og suður. Þær voru farnar að þreytast og ætluðu ekki að nenna að hjóla alla leið til baka, en þá stakk Kata upp á að við færum allar í heita pottinn þegar við kæmum heim. Þær gáfu í og við vorum komnar heim örskömmu síðar.
Kvöldstundin í pottinum var jafn ljúf og allar slíkar. Þær mændu upp á stjörnurnar og Margrét velti mjög fyrir sér lífi á öðrum hnöttum. "Er okkar hnöttur ekki vinsælastur?" spurði hún og við samsinntum því, jú, hann væri áreiðanlega vinsælastur hjá mannfólkinu. Henni finnst að við eigum að taka vel á móti öðrum sem slæðast hingað. "Við ættum að setja risastórt skilti í sjóinn, þar sem stendur VELKOMIN Á VINSÆLASTA HNÖTTINN!"
Þessari hugmynd er hér með komið á framfæri.
Elísabet benti hingað og þangað upp í himinn, þarna væri Karlsvagninn og þarna Sjöstjarnan. Ekki gat ég mótmælt henni, ég hef aldrei þekkt nokkra bletti þarna úti, veit hvað tunglið er og kannast vissulega við sólina, en allt annað er mér gjörsamlega framandi. Kata er eitthvað skárri, en ekki mikið. Elísabetu þykir þetta þekkingarleysi mæðranna með ólíkindum. Erum við ekki vanar að vita allt?
Svo þurftu þær að ræða skilnaði. Við gengum nú ekkert á þær til að forvitnast um hvers vegna þær hafa svona mikinn áhuga á því málefni akkúrat núna, líklega hvílir það þungt á einhverjum í vinahópnum. En þær eru alveg með það á hreinu að skilnaður er alvörumál. Margrét lagði þunga áherslu á að fólk ætti ekkert að skilja þótt það væri ekki sammála um hvað ætti að hafa í sjónvarpinu eða hvað ætti að hafa í matinn. Það yrði að vera ósammála um eitthvað miklu merkilegra.
Elísabet vildi fá meira fjör í pottinn og bað Margréti að sýna nokkra HOJA-takta. Sem systir hennar gerði svikalaust, enda búin að stúdera karate-bókina sína vel. Hún hefur sjálf bætt ýmsu við, til dæmis hnykkir hún höfðinu mjög snöggt til í miðju öskri. Hún sýndi okkur þessa viðbót og fékk svo hláturskast okkur til samlætis.
Kata notar páskafríið í að setja myndir og videó inn á síðuna mína.
Þótt langt væri liðið á kvöld þegar við loks fórum upp úr pottinum lásum við tvo kafla í Bláa hnettinum.
Systur sofnuðu um leið og þær lögðust út af.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú kemur þessu alltaf svo fallega til skila Ragnhildur. Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.3.2008 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.