Afi Uppátæki

Þessa dagana rífur Margrét sig úr sokkunum við hvert tækifæri, hnoðar þeim saman í tvær kúlur og æfir sig að joggla, kastar þeim hátt upp, grípur aftur, eða reynir að grípa aftur...

Ég sagði þeim systrum að mamma mín hefði verið ansi lagin við þetta þegar ég var lítil. Stundum greip hún þrjár appelsínur, eða eitthvað annað hentugt sem hendi var næst og náði að halda þeim á lofti samtímis, við hrifningaróp afkvæmanna.

Systur kipptu sér ekkert upp við þessar upplýsingar um ömmu Deddu. Hún kann meira að segja að spila á gítar, sem systur héldu að væri gjörsamlega ómögulegt. Hver hefur heyrt um ömmu sem spilar á gítar? Wink

Rétt í þessu vorum við eitthvað að spjalla um hina og þessa hæfileika, hæfileikann til að HOJA, hæfileikann til að joggla og sérstaka púslhæfileika, sem Elísabet fínpússar núna yfir púsli frá Bettý frænku.

Þá rifjaðist allt í einu upp fyrir mér atburður þegar ég var lítil stelpa. Fjölskyldan fékk lánaðan sumarbústað, sem mig minnir að hafi verið einhvers staðar á Suðurlandinu. Þetta var fyrsta og eina skiptið sem við fórum í annan bústað en okkar eigin fyrir vestan.

Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir í bústaðnum sátum við Magga systir og vorum að gera fuglafit. Önnur byrjaði, hin "tók við" eins og það hét og alltaf breyttist munstrið sem þurfti að leysa til að taka við næst.

Allt í einu leit pabbi okkar upp úr bókinni eða blaðinu sem hann var niðursokkinn í þá stundina og lýsti því yfir að þetta gæti hann gert. Einn og óstuddur. Svo tók hann bandið og áður en við vissum af hafði hann leyst hverja þrautina á eftir annarri. Hann kunni sem sé að taka við af sjálfum sér.

Þetta voru mikil undur og stórmerki. Pabbi minn var ekki alveg "týpan" í fuglafit, hvað þá til að æfa sig að taka við af sjálfum sér. Kannski hefur hann haft nægan tíma til að æfa sig vestur í Djúpi á vetrarkvöldum.

Ég sagði stelpunum þetta og lýsti því í mörgum orðum hvað ég hefði verið bit á þessu. Og spurði þær svo hvort þær væru ekki undrandi að heyra þetta um afa sinn.

Nei, aldeilis ekki! Þær horfðu á mig og skildu ekkert hvað ég var að tala um. "Afi gerir oft eitthvað skemmtilegt," sagði Elísabet svo.

Auðvitað er þetta rétt hjá henni og gildir ekki bara um þennan afa. Afar eiga það til að vera svo miklu uppátækjasamari en pabbar voru InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Hjálmar

Alltaf jafn gaman að koma við á blogginu þínu. Takk fyrir skemmtilegar "raunveruleika" sögur ...

Gísli Hjálmar , 20.3.2008 kl. 17:44

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Easter BasketGleðilega páskahátíð elsku Ragnhildur,Kata og fallegu systur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.3.2008 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband