Ballettskór og frosinn vettlingur

Rólegur og góður frídagur að baki.

Við slæptumst lengi frameftir, en fórum loks í helgarinnkaupin upp úr hádeginu. Margrét fór með mér í búðina, en Elísabet skrapp í fylgd mömmu sinnar til læknis, hún er með sýkingu í auga og þurfti augndropa. Ef ég þekki hana rétt verður hún strax orðin skárri á morgun.

Seinni partinn fórum við í gönguferð, en hún varð reyndar heldur endasleppt, enda alveg skrambi kalt í dag. Við fundum þó kolfrosinn vettling, sem systur ætla að fara með í skólann og setja í kassann fyrir óskilamuni. En þótt það væri kalt var miklu skárra að vera í skjóli úti í garði í fótbolta og tennis, eins og Kata og stelpurnar gerðu á meðan ég fann eitthvað hlýlegra að gera innandyra. Bjó til pizzur, sem vöktu lukku.

Ég var búin að lofa systrum að lesa fyrir þær textann við sjónvarpsmynd sem heitir víst Ballettskórnir, eða eitthvað í þá veruna. Þetta var nú ekkert sérstaklega skemmtileg mynd, en systur fengu svo mikinn fiðring í danstærnar að þær voru farnar að skoppa um allt og löngu hættar að fylgjast með myndinni, en kyrrsettu mig samt í sófanum þar sem ég varð að halda áfram að lesa textann fyrir þær. Eða bara út í tómið, því ekki voru þær að hlusta. Ég prófaði að bulla einhver ósköp á tímabili og þær hváðu aldrei.

Kata fékk gamlar handboltavinkonur í heimsókn í kvöld og kliðurinn verður æ háværari að ofan. Þetta er ansi hávær hópur þegar hann er kominn á skrið, alltaf eins og þær séu að hrópa af öðrum enda vallarins yfir á hinn. Líklega get ég huggað mig við að þær voru ekki í fótbolta, þar er völlurinn svo fjári stór Shocking Best ég kíki á samkvæmið áður en þær klára allt rauðvínið Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Una horfði á Balletskóna alveg hugfanginog amman sem var að bíða eftir því að augnlokin færu að þyngjast á blessuðu barninu.  En núna sefur hún vært.  Fer inn og horfi á hana á fimm mín. fresti.  Hún er svo falleg þessi dúlla.

Kr....kast

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.3.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband