Tækni og tól

Systur orðnar 7 ára og það er eins og við manninn mælt: Þær eru farnar að sofa út! Ég hélt að þessi dagur kæmi aldrei.

"Að sofa út" á þessu heimili er nú ekki sama og "að sofa út" var fyrir tíma systra. Ég vaknaði auðvitað fyrst allra, en þá var klukkan líka rétt að verða 10. Stuttu síðar kallaði Margrét á mig, en Elísabet svaf enn í stóra rúminu. Sumum finnst kannski ekki merkilegt að sofa til 10, en það er alveg stórmerkilegt hérna. Og alveg nauðsynlegt fyrir mömmur sem voru á kjaftatörn með handboltaskvísum fram undir morgun Wink

Systur horfðu á barnatíma og ég fékk að sitja hjá þeim. Þær rauluðu uppáhaldslagið sitt þessa dagana, Allt fyrir ástina. Þær fóru rétt með fyrstu línuna, en næsta lína var eitthvað um "tækni og tól" hjá þeim, í stað þess að vera "eina sem aldrei nóg er af".

Ég fann rétta textann á netinu og sýndi þeim svart á hvítu. Og spurði hvaðan í ósköpunum þær hefðu þessa hugmynd að sungið væri um tækni og tól í þessu lagi. Margrét sagðist hafa haldið að Páll Óskar væri að syngja um að hann væri til í að gefa ástinni sinni "sjónvarpið og símann og tölvuna sína. Alls konar svona tækni. Og kannski heyrnartól líka."

Hver vill ekki gefa ástinni sinni tækni og tól?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Húsmóðir

Aðs sofa út á þessum bæ er að sofa til rúmlega 8.  En bræður verða reyndar ekki 7 ára fyrr en í október svo þetta fer kannski allt að koma     Ég lifi allavega í voninni þangað til.

Á þessum bæ er líka sungið Allt fyrir ástina og reyndar Fullkomið líf svona til skiptis.   bræðrum finnst Páll Óskar sko langflottastur, ( hverjum finnst það svo sem ekki ) ? 

P. S til hamingju systur og mömmur  með 7 ára afmælið   

Húsmóðir, 21.3.2008 kl. 13:21

2 Smámynd: Ragnheiður

Hjá mér breyttist þetta sofaút dæmi svona í c.a. öðrum bekk í skóla, þá hættu sumir að nenna á fætur

Ragnheiður , 21.3.2008 kl. 13:25

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.3.2008 kl. 13:39

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.3.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband