21.3.2008 | 23:37
Hvorki kvöl né pína
Systur fóru á flakk með Afa Torben og Ömmu Möggu eftir hádegið. Fyrst fóru þau í Hallgrímskirkju og hlustuðu á upplestur Passíusálma og söng, en stóðu nú ekki lengi við þar. Systrum fannst þetta víst heldur bragðdauf skemmtun og áttuðu sig ekki á að föstudagurinn langi er alltaf samfelld kvöl og pína.
Útstáelsið með afa og ömmu var hins vegar sársaukalaust með öllu. Þau fóru öll á kaffihús og systur fengu vöfflur og ís. Komu afar lukkulegar heim og sögðust hafa skemmt sér mjög vel. Það kom reyndar upp úr kafinu að Elísabet var alveg að springa í kirkjunni og um leið og þau komu út á tröppur spurði hún hvort hún mætti núna tala? Þá hafði hún þurft að þegja í heilt korter samfleytt og það kemur afar, afar sjaldan fyrir á þeim bænum.
Á meðan þær voru að heiman tók ég hreingerningakast á bílunum. Jeppinn er núna gljáandi fagur og meira að segja Litli Skítur verður víst að fá annað nafn. Alla vega út vikuna, en svo á ég fastlega von á að sæki í sama farið. Kata baukaði við tölvuna, svo bráðum fæ ég bæði myndir og videó.
Þegar tengdó komu með stelpurnar settumst við öll út í garð. Það var bara blíða, svei mér þá. Við fengum okkur svaladrykk og systur skelltu sér í heita pottinn, bara rétt eins og komið væri sumar. Svo véluðu þær mig til að horfa með sér á eina mynd. Og þurftu nú ekkert að hafa fyrir því, mig langaði að sjá Spy Kids og skemmti mér vel. Ég held ég vaxi aldrei upp úr barnamyndum, svei mér þá.
Svo var það Blái hnötturinn fyrir svefninn. Úff, hvað sú bók er spennandi!
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi bók er æðisleg ég drakk hana í mig þegar ég var svona tíu- ellefu ára og hafði gaman af
Dabbbaa (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.