25.3.2008 | 10:49
OMG!
Fjölskyldan skrapp í Skorradalinn um páskana. Við fórum á laugardag og komum til baka fyrri hluta mánudags. Við vorum svo heppnar að fá lánaðan bústað sem stóra systir og hennar fjölskylda á við vatnið. Eins gott að við fórum ekki lengra: Ég hefði ekki þolað öllu stærri skammt af "hvenær komum við?" og "erum við núna að verða komnar?"
Systur gistu þó ekki hjá mæðrum sínum í bústaðnum fína. Skammt frá eiga guðmæður þeirra, Addý og Bára, bústað og systurnar sváfu þar báðar næturnar. Þær eru sannfærðar um að þær eigi bústaðinn með guddunum sínum og auðvitað var því sjálfsagt að þær svæfu í "sínu" rúmi, með "sína" sæng, í "sínu" herbergi. Þær virðast reyndar eiga drjúgan hluta í bústaðnum, því þær halda því fram að þær eigi einar annað svefnherbergið og þar að auki allt svefnloftið. Restina eiga þær í félagi við guðmæðurnar, sem hafa ekki mótmælt þessu neitt, svo það er ekki nema von að systur séu sannfærðar um þetta.
Við skiptum með okkur verkum, morgunmatur páskadag og annan dag páska var hjá þeim, kvöldmatur laugardag og páskadag hjá okkur. Það voru mjög þægileg býti. Systur leituðu um allt á páskadagsmorgun að páskagjöf frá guddunum og fundu svo stórar plastkúlur hangandi upp í tré. Þær voru fullar af nammi og alls konar sniðugu dóti. Svo röltum við yfir til þeirra með páskaegg.
Systur skemmtu sér einna mest niðri við vatnið, þar sem ísinn hafði hrönglast upp, hvert lagið ofan á öðru. Það var gaman að hoppa á ísnum, brjóta eitt lagið og hlunkast niður á næsta. Svo var hægt að liggja lengi á maganum og rýna inn undir íshellur, stúdera litinn á ísnum og skoða ísnálar. Þær voru líka lengi, lengi að mála hænuegg með flottu glimmerlitunum sem Hlédís gaf þeim í afmælisgjöf. Ég hef ekki séð fínni egg.
Á páskadag ókum við alla leið inn með vatni. Þar hef ég aldrei farið áður, svo það var gaman að svipast þar um. En fíni, nýpússaði jeppinn okkar varð ein drulluklessa. Þegar ég var búin að skola af honum heima í gær þurfti ég að eyða löngum tíma í að spúla drulluna af stéttinni.
Kata er ekki enn búin að finna endanlega út hvernig við komum myndböndum af fínu vélinni hennar inn á bloggið. Systrum er alveg sama, þær eru orðnar mjög meðvitaðar um bloggið og taka mjög gjarnan fram ef eitthvað má alls ekki fara inn á það. "Ó, MÆ GODD!" skrækti Margrét þegar Kata var búin að taka myndband af þeim að skreyta egg og ég sagðist ætla að setja það inn á "bloggina".
Kannski get ég staðið við hótunina. Mun hvetja Kötu til dáða í kvöld.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki verið leiðinlegt hjá ykkur yfir páskana, enda hvernig ætti það að vera gerlegt með þessar skottur sem primus motor félagsskap? Ég var líka í góðum fíling með skemmtilegum börnum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2008 kl. 11:35
Eitt sinn notaðist ég við þessa heimasíðu við að koma videóum á bloggið sem ég var með. Það var mjög einfalt og þægilegt. http://www.vimeo.com/
vonandi hjálpar þetta eitthvað :o)
Ásta Guðrún (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 14:38
Never a dull moment, Jenný
Takk fyrir ábendinguna, Ásta Guðrún, ég set Kötu í málið
Ragnhildur Sverrisdóttir, 25.3.2008 kl. 14:53
þær eru alveg ótrúlegar skotturnar ykkar! Vissi ekki að maður væri orðinn svona "fullorðins" þegar maður er 7 ára upp á hvað megi fara á netið :)
hm (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 16:26
Innlitskvitt
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.3.2008 kl. 19:08
Mér finnst þig svo yndislegar, litlu skotturnar að eiga ykkur og ekki síður ykkur að njóta samvista við þær, tíminn líður svo ótrúlega hratt, skottan mín verður 20 í sumar, fékk að vísu tvo ansi fjöruga drengi á eftir annar að fermast og hinn að verða 10. En alltaf jafn yndislegt að fylgjast með ykkur
vala rós (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 21:46
Jú, mikil ósköp, þær eru mjög "fullorðins" þessa dagana, blessaðar. Svo nú er um að gera að njóta hverrar stundar, þær fermast í næstu viku með þessu áframhaldi!
Ég trúi því vel að Addý og Bára hafi einhvern tímann verið ógnvekjandi, Jón Arnar . En það eru hins vegar "nokkrir áratugir" síðan og núna eru þær bara gamlar töntur (Djísöss, ég vona að þær lesi þetta ekki )
Ragnhildur Sverrisdóttir, 26.3.2008 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.