26.3.2008 | 09:21
Þroski
Systur fara í skólasund í fyrsta skipti í dag.
Þessi staðreynd hefur kallað á allnokkurn undirbúning. Að vísu hafa þær ekki fengið ný sundföt, þótt gamli sundbolurinn hennar Margrétar og bikiníið hennar Elísabetar sé alveg að springa utan af þeim. Við sjáum hvað setur á næstunni.
Þær fara í sundlaug uppi í Breiðholti, svo það kemur víst rúta að Fossvogsskóla og sækir bekkinn þeirra. Ég hef haft af þessu óendanlegar áhyggjur undanfarið. Eiga litlu stelpukrílin okkar að fara í rútu í annan borgarhluta, fara sjálfar og eiginlega aleinar í búningsklefann og sturtuna, fara svo ofan í sundlaug án mömmu-eftirlits, upp úr og í sturtu, klæða sig, aftur í rútuna....??
Þetta er hreint skelfilegt mál.
Ég hef reynt að hemja mig, enda veit ég að mér hættir til að mála skrattann á vegginn. Í gær ræddum við Kata fram og til baka um skólasundið og hún var afskaplega yfirveguð og fannst þetta allt saman eðlilegur gangur lífsins. Hún er stundum svoleiðis, rétt eins og hún sé alveg fullorðins og með allt á tæru.
Svo talaði hún eitthvað um ..."þetta er þroskamerki".... og ég varð ógurlega upp með mér. Ég hélt að hún væri að dást að því hvað ég væri stillt, þrátt fyrir allt, enda var ég þá hætt að tala um að ég ætlaði að aka á eftir rútunni og standa á bökkum sundlaugarinnar allan fyrsta tímann.
Hún var auðvitað að tala um þroskamerki hjá dætrunum.
47 ára konur fá aldrei neitt kredit, þótt þær taki mikil stökk í þroska.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
-
margretsverris
-
begga
-
annapala
-
stebbifr
-
andreaolafs
-
sms
-
seth
-
salvor
-
hrafnaspark
-
svartfugl
-
vitinn
-
ingibjorgelsa
-
konukind
-
eddaagn
-
konur
-
thorbjorghelga
-
elvabjork
-
steinunnolina
-
jullibrjans
-
toshiki
-
adhdblogg
-
malacai
-
arndisthor
-
asarich
-
baldvinjonsson
-
berglindnanna
-
beggita
-
birna-dis
-
birtab
-
bjb
-
blomid
-
dabbaa
-
doggpals
-
madamhex
-
saxi
-
ellasprella
-
garun
-
gislihjalmar
-
neytendatalsmadur
-
gudni-is
-
lucas
-
gylfig
-
iador
-
helgamagg
-
skjolid
-
hildigunnurr
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlekkur
-
danjensen
-
innipuki
-
jakobk
-
jenfo
-
joninaros
-
prakkarinn
-
nonniblogg
-
julianamagg
-
kari-hardarson
-
kiddijoi
-
kollak
-
hjolaferd
-
kristinm
-
lenapena
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalinnet
-
101isafjordur
-
mal214
-
mongoqueen
-
olinathorv
-
fjola
-
amman
-
siggiholmar
-
sij
-
sigthora
-
zsapper
-
svala-svala
-
possi
-
saemi7
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
thorasig
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skil þig fullkomlega og það sem meira er, ég hefði farið og fylgst með úr "náinni" fjarlægð, einfaldlega vegna þess að ég treysti sjálfri mér best til að koma í veg fyrir alls kyns ólukkur. Þetta er vanþroski ég veit það en kona er hrædd um ungana sína.
Knús á þig vúman.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2008 kl. 09:47
hehe skil þig vel :D Það er bara eðlilegt að vera hræddur.... mér fannst aldrei gaman að fara í skólasund
dabbaa (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 10:19
Þetta er einmitt mergurinn málsins: Ég treysti mér og Kötu best til að passa þær. Kona er nefnilega hrædd um ungana sína. En ég ætla samt að láta nægja að bíða við Fossvogsskóla þegar þær koma til baka, ég veit að þær verða að rifna úr monti að fara "aleinar".
Sjálf hataði ég skólasund eins og pestina. Vonandi verður skemmtilegra hjá þeim.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 26.3.2008 kl. 11:10
Kannast alveg við þessa tilfinningu. Er enn svona þó stráksi minn sé orðinn 8 ára
M, 26.3.2008 kl. 12:14
híhíhí óborganleg!
Sigþóra Guðmundsdóttir, 26.3.2008 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.