Fólk með rauða bletti á líkamanum

Systur voru alsælar með heimsóknina í sundlaugina. Þær ruddu út úr sér öllum reglum, hvernig ætti að bera sig að í sturtunni, hvað mætti og mætti ekki gera í lauginni (það má auðvitað ekki stinga sér í laugina og svo er lína á botninum sem verður að passa að fara ekki yfir af því að þar er djúpa laugin). Og geta ekki beðið eftir að fá að fara aftur á morgun.

Margrét hafði spurt sérstaklega um teikninguna í sturtuklefanum, þessa sem sýnir með rauðum skellum hvar á líkamanum er mikilvægast að þvo sér, og fengið þau svör að svona myndir væru í öllum sundlaugum landsins. Hún var ánægð að frétta það; hafði nefnilega tekið eftir myndinni í Laugardal og Árbæ, á Ísafirði, í Bolungarvík og á Súganda (já, þetta er stelpur með sundlaugareynslu, þótt ég láti eins og þær hafi aldrei stungið tá í klórblandað vatn).

Þær fóru í fimleika og svo buðu þær Mörtu Maríu í mat. Eins gott að ég keypti óvart of stóra skammta hjá Ning's! Marta er nú reyndar fremur matgrönn, svo það hefði blessast.

Við erum búnar með Bláa hnöttinn, því miður, en Gallsteinar afa Gissa voru fínir fyrir svefninn.

Þegar ég knúsaði Elísabetu góða nótt sagði hún mér að hún væri stolt af okkur mömmunum. Og af hverju var nú það? "Ég er stolt af því að þið eruð mömmur mínar," sagði krúttið. Svo rifjaði hún upp, að fyrr um kvöldið hefðum við verið að fíflast eitthvað við matarborðið og þegar mamma hennar fór fram í eldhús hvíslaði ég að þeim systrum, mátulega hátt, að þessi kelling kynni ekki góða borðsiði. Þeim fannst það mjöööög fyndið, en reyndu að bera í bætifláka fyrir mig þegar Kata þóttist stórmóðguð. "En henni fannst það líka fyndið. Þið passið svo vel saman og það finnst mér best," sagði Elísabet.

Ekki amaleg einkunn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Falleg saga, ég hef haft mjög gaman af að lesa um þær systur og uppátæki þeirra. Og hve góðar mömmur þær eiga.  Enda einkunnagjöfin eftir því.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.3.2008 kl. 01:14

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.3.2008 kl. 08:07

3 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Þær eru svo örlátar, þessar systur, alltaf að segja eitthvað fallegt sem yljar manni um hjartarætur

Ragnhildur Sverrisdóttir, 27.3.2008 kl. 09:19

4 identicon

Krúttin :D Hvernig fannst þér bókin?

dabba (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 17:24

5 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Mér fannst Blái hnötturinn snilld. Og passaði þessum aldurshópi mjög vel. Þær töluðu fram og til baka um boðskapinn og þar var af nógu að taka ;)

Ragnhildur Sverrisdóttir, 27.3.2008 kl. 18:08

6 identicon

Einmitt:)

dabba (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 11:40

7 identicon

Þetta er mikil ágætiseinkunn, sem litla daman gefur ykkur mæðrum sínum. Og Margrét hefur vafalaust tekið undir með systur sinni.  Þið eruð  allar góðar og mjög ánægjulegt að fá að fylgjast með ykkur í dagsins önn. 

Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband