27.3.2008 | 10:08
Afmælisnammi
Systur ætluðu aldrei að fást á fætur í morgun, toguðu bara sæng yfir höfuð og muldruðu eitthvað óskiljanlegt. Þær voru bara búnar að sofa í hálfa elleftu klukkustund, svo þetta var auðvitað skiljanlegt.
Það ætti ekki að verða erfitt að ná þeim snemma í hátt í kvöld. Kata þarf að bregða sér af bæ og til að vega upp á móti þeirri fúlu staðreynd fá systur að sofna í stóra rúminu. Þeim finnst það alltaf mjög notalegt og heimta þá að ég sofi í miðjunni. Þar með sofa þær alsælar alla nóttina, en ég vakna hins vegar reglulega með litlar tær í andlitinu.
Þær eru mjög spenntar að fá að fara ofan í sundlaugina í skólasundinu í dag. Ég tók út allt mitt stress í gær, er alveg pollróleg núna og ekkert á leiðinni á sundlaugarbarminn með myndavél. Þær voru sjálfar á því fyrir nokkrum dögum að best væri ef ég fylgdi þeim fyrstu skiptin, en núna finnst þeim sú hugmynd alveg afleit. Hver vill láta fylgja sér eins og einhverju smábarni? Þær eru orðnar SJÖ ára og engin smábörn lengur, takk fyrir.
Í morgun lágu þær yfir Mogganum, þar sem sagt var frá konu sem á hvorki fleiri né færri en 17 hvolpa. Systrum fannst konan búa í paradís. Það kom fram í fréttinni að nokkrir hvolpanna fæddust fyrst, næsti hópur daginn eftir og lokaskammturinn kom á þriðja degi.
"Vá, þeir mega borða nammi þrjá daga í röð!" sagði Elísabet hrifin.
Margrét, sem var með nefið ofan í greininni, hváði. "Af hverju mega þeir borða nammi þrjá daga í röð?" spurði hún systur sína.
"Margrét, það er einfalt!" sagði Elísabet og ranghvolfdi augunum. "Fyrst er einn afmælisdagur og svo er annar afmælisdagur og svo er einn afmælisdagur í viðbót. Það má borða nammi á afmælisdögum og þeir mega borða nammi ÞRJÁ daga í röð!"
Margréti fannst þetta frábært. Eini gallinn við að vera tvíburi er nefnilega að það er bara einn afmælisnammidagur. Eða tveir, ef fyrst er afmæli fyrir bekkjarsystur og svo fyrir fjölskylduna. En þeir gætu verið fjórir, ef þær hefðu ekki fæðst á sama degi.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf jafn gaman að lesa um dætur ykkar Kötu og hugsaðu þér hvað þær eiga gott að hafa hvor aðra.
Ég á dótturson sem verður átta ára í júlí en hann hefur verið meira eða minna hjá okkur gömlunum frá fæðingu. Það er yndislegt að fá að fylgjast með þroska barns sem elst upp að miklu leyti meðal fullorðina. Hann talar eins og gamall karl stundum og það er ótrúlegur orðaforði sem hann býr yfir. Hann hefur enda notið þess að lesið er fyrir hann á hverju kvöldi og hefur svo verið alla tíð.
Hann fer inn með afa Magga á kvöldin og leggst í ömmuból. Afi les framhaldssögu, helst gamlar strákasögur sem hann sjálfur hefur meira yndi af en barnið. Eftir smástund segir blessaður drengurinn: "afi þetta er gott, nú máttu lesa fyrir sjálfan þig."
Það veit sá sem allt veit að fátt hefur þroskað og bætt manninn minn meira en þessi drengur. Ótrúlegt að sjá miðaldra hvítan karlmann fullan af fordómum breytast í mjúkan lifandi blíðan mann fyrir tilstilli lítils drengs sem á hug hans og hjarta.
Mín tilmæli eru; haltu áfram að vera á varðbergi þegar dæturnar eru annars vegar og ekki ásaka þig fyrir að hugsa til þeirra og hvernig þær spjari sig án þin. Og njótt, njóttu og njóttu eins vel og mikið og þú getur því börnin eru svo fljót að vaxa yfir höfuð manns. Þá er ekki hægt að snúa við.
Forvitna blaðakonan, 27.3.2008 kl. 14:20
Mig grunar að þær systur hljómi líka dálítið fullorðinslega. Ég hef nú stundum fengið að heyra það, að ég geti verið heldur gamaldags í orðavali, svo líklega hljómar sumt verulega furðulega úr þeirra munni. En við Kata erum alsælar með orðaforðann, finnst hann fallegur, fjölbreyttur og góður.
Ég ætla að reyna að vera á varðbergi án þess að kæfa þær, hugsa til þeirra án þess að ýta frá mér öllum öðrum hugsunum og njóta, njóta, njóta
Ragnhildur Sverrisdóttir, 27.3.2008 kl. 15:15
ÆJ sætt :D
dabbaa (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.