Sund er sko ekkert mál!

Úff, Kata lenti í hörkuárekstri á leiðinni suður á Keflavíkurflugvöll í dag. Hún virðist hafa sloppið án allra meiðsla, en sú sem ók hinum bílnum fékk einhver smávægileg meiðsli. Vonandi er það allt saman satt og rétt, stundum koma auðvitað einhver meiri meiðsli í ljós eftir á. En Litli skítur er farinn þangað sem bensínlítrinn kostar ekki krónu og mengun er óþekkt hugtak.

Systur voru brattar eftir sundið í dag. Þeim fannst þetta greinilega  MJÖG gaman. Ég þráspurði þær um allt fyrirkomulag og þær lýstu öllu mjög nákvæmlega.

"Og hvernig er passað að þið farið ekki í djúpu laugina?" spurði ég.

"Það er band," svaraði Margrét.

"Band? Á band að halda ykkur á réttum stað?"

Hún horfði mjög undrandi á mig: "Já, það er band við grunnu laugina. Og svo eru REGLUR!"

Æ, já, reglur og bönd. Sú var tíðin að slíkt dugði líka til að halda mér í skefjum.

Elísabet bætti um betur: "Það er ekki bara einn starfsmaður. Það eru margir!"

Og Margrét: "Svo má maður ekkert vera hvar sem er. Það má ekkert fara beint út í laug, við verðum að ganga svona í kringum (dró mynd í loftið) og svo fara allir á sama stað. Það er REGLA."

Ég var löngu hætt að stressa mig, alveg dagsatt, og löngu farin að stríða þeim og grínast. En mér fannst samt ósköp notalegt að fá kveðju frá sundkennaranum, sem reyndist hafa lesið bloggið og -það sem betra var- vera ættuð úr Kaldalóni. Vestfirski sundkennarinn bað þær að skila til mín að hún myndi gæta þeirra vel InLove

Ekki skil ég foreldra, sem stressa sig á öllum fjáranum og gefa börnum sínum aldrei lausan tauminn. Uss, ekki ætla ég að vera svoleiðis!

 

 

 

Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Úff gott að Kata slapp með skrekkinn, það má alltaf fá nýjan Litla Skít. Stelpurnar eru æðislegar, ÞAÐ ERU REGLUR ! hehehe

Ragnheiður , 27.3.2008 kl. 18:20

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Tek undir með Ragnheiði, gott að ekki fór verr. Suss, ekki skil ég heldur þessa foreldra sem stressa sig yfir öllu .... (minn strákur er 27 ára og ég bið hann alltaf um að keyra varlega og er þeirri stund fegnust þegar hann er kominn heim)

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.3.2008 kl. 18:28

3 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Jahá, Litlir skítar eru faktískt framleiddir á færibandi, öfugt við einstakt mannfólkið

Gurrí, þú getur áreiðanlega tekið undir með þeirri góðu konu sem finnst bílprófsaldurinn eiga að vera 40-45 ára

Ragnhildur Sverrisdóttir, 27.3.2008 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband