27.3.2008 | 22:53
Framkvæmdin
Rétt í þessu var sýnt úr næsta þætti af CSI. Þar er sagt að einhver hafi tekið að sér að vera "Judge, jury and executioner."
Þetta var þýtt: "Dómari, kviðdómur og ....
haldið ykkur fast....
"framkvæmdaaðili aftökunnar"
Guð minn góður, er ekki hægt að sleppa svona stofnanamáli og nota gamla og góða orðið: Böðull?
Held að "framkvæmdaaðili þýðingarinnar" ætti að vanda sig betur næst.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahahahaha
Garún, 27.3.2008 kl. 23:15
Hahahahaha ég missti af þessu.
Ragnheiður , 27.3.2008 kl. 23:20
Hahahaha, eða aftökufrömuðurinn. Ég dey. Fyrir nokkrum árum gekk ljósum logum á Sjá 1 þýðingin "kviðurinn" í stað orðsins kviðdómur. Ég var uþb farin til að myrða einhvern þarna uppfrá.
Jess, en ég gerði það ekki, annars væri ég væntanlega að bíða eftir framkvæmdaaðila aftökunnar.
Góða nótt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2008 kl. 00:04
HAhahahahahahaa, ég verð að sjá endursýninguna, það er þess virði, til að sjá afrek framkæmdaaðila aftökunnar.
Um daginn sá ég, þátt þar sem byssubardagi átti sér stað milli tveggja bófaflokka, allt í einu þagnaði skothríðin hjá foringjanum sem hvíslaði til félaga síns: - þarf að skipta um magasín, vantar nýtt magasin. -- Þýðingin var : Þarf að skipta um stórmarkað - veistu um nýjan stórmarkað.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.3.2008 kl. 02:09
Hahahaha!
Stundum horfa þýðendur ekkert á myndirnar, það er ljóst.
Einu sinni fór ég á barnamynd. Í upphafi hennar voru álfar að stríða konu, taka þvottinn hennar og eitthvað slíkt. Hún var pirruð og muldraði í barm sér: Bloody fairies!
Þýðingin í þessari ágætu barnamynd?
"Bölvaðir hommarnir"!!!
Ragnhildur Sverrisdóttir, 28.3.2008 kl. 07:36
mér finnst gaman að vera framkvæmdaraðili lesturs að blogginu þínu
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 28.3.2008 kl. 09:47
Hahaha! Hvaða meðal-Jón hefur ekki fallið í gildru beinnar þýðingar af erlendri tungu yfir á ástkært móðurmálið? EN ekki löggiltur atvinnu-framkvæmdaraðili þýðingar á þáttum og kvikmyndum! Det bara gör inte! (lesist sem - það bara gengur ekki).
Olla (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.