28.3.2008 | 12:30
Vespa?
Í hádeginu, áður en Kata lagði af stað til Kaupmannahafnar, með viðkomu í árekstri, vorum við að býsnast yfir bensínverði. Ég sagði að nú væri að koma vor, við ættum bara að selja Litla skít og ég fengi mér Vespu (það var nefnilega umfjöllun um Vespur í blaðinu sem ég var að lesa). Ég hef alltaf verið afskaplega veik fyrir slíkum farartækjum og nú benti ég Kötu á, að ég væri alltaf að vinna heima, Litli skítur stæði óhreyfður dögum saman og engin afsökun fyrir þessum bílaflota, með tilheyrandi kostnaði. Ef ég þyrfti að nota bíl, þá gæti ég skutlast á Vespunni í ráðuneytið og sótt jeppann, eða Kata sleppt því að fara á honum þann daginn og farið á Vespunni eða tekið leigubíl. Mér fannst þetta hið mesta þjóðráð, Vespur eyða engu og menga miklu minna en allir þessir blessuðu bílar. Rafmagnsbíll kæmi líka til greina....
Svo fór Litli skítur yfir mengunarmóðuna miklu og mér fannst þetta nánast tákn. Var ekki kominn tími á Vespu?
Ég fólísóferaði eitthvað um þetta við dæturnar þegar við ókum til Ömmu Deddu og Afa Ís seinni partinn. Ég sagði þeim líka, að einu sinni hefði ég verið mjög nálægt því að eignast litla Vespu. Þá var ég 16 ára og sumardjobbið mitt var að gróðursetja í Öskjuhlíðinni. Það var hábölvað að komast til vinnu og heim aftur úr Vesturbænum, ekki beinlínis eins og strætó biði við Granaskjólið til að koma mér í Nauthólsvíkina. Pabbi skutlaði mér oft á morgnana, enda fór hann alltaf snemma til vinnu, en svo var ég í eilífðar basli að komast heim aftur. Mér fannst því alveg rakið að eignast litlu, fallegu Vespuna, sem nágranninn var til í að selja. Og Bettý frænka bauðst til að lána mér fyrir henni, þar til ég fengi útborgað.
Mamma ræddi málið ekki mikið, kom bara með yfirlýsinguna sem hún hafði áður gefið Bryndísi, Kristjáni og Möggu: "Ekkert barna minna fer nokkurn tímann á mótorhjól."
Útrætt mál.
Rúmum 15 árum síðar eignaðist ég svo lítið mótorhjól. Þótt ég væri löngu, löngu flutt að heiman kveið ég því mjög að segja mömmu frá kaupunum. Svo hringdi ég í hana: "Mamma, ég var að kaupa svolítið og ég er hrædd um að þú verðir ekki hrifin."
Svarið kom um hæl: "Varstu að fá þér mótorhjól!!??"
Svona eru mömmur, vita allt áður en maður segir það. Hún var ekki hrifin, frekar en fyrri daginn og dauðfegin þegar ég losaði mig við hjólið nokkrum mánuðum síðar.
Þetta sagði ég stelpunum og af því að þær eru með skítahúmor stukku þær upp tröppurnar hjá afa sínum og ömmu, hömuðust á bjöllunni og um leið og amma þeirra kom til dyra æptu þær upp yfir sig: "Dalla mamma ætlar að kaupa sér mótorhjól!"
Mamma var ekkert hrifnari nú en fyrir 15 árum eða 30 árum.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið skil ég þig Ragnhildur!!!! - ég hef alltaf verið veik fyrir Vespum og langar svoooo í eina slíka. Við erum einbílandi og oft gæti svona lítið tól dugað fyrir þann aðila sem bara þarf að komast til vinnu.
Ég er bara svo ansi hrædd við að vera á slíkri dollu í umferðinni hér í Rvk. Það þarf nefnilega svo svaklega lítið til að slys verði og þá er maður svo óvarður.
Eitt árið vorum við á Sikiley og þar var sérlega gaman að fylgjast með samspili vespa og annar smærri hjóla annarsvegar og svo bifreiða hins vegar. Mikið voru allir flinkir við að sveigja og beygja á þessum litlu götum og þar þýddi sko greinilega ekkert annað en að vera með hugann við aksturinn.
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 28.3.2008 kl. 13:11
Reynsla mín af mótorhjólinu var nú ekkert sérstaklega góð. Velflestir bílstjórar ætluðust greinilega til að ég æki alltaf úti í kanti, svo hægt væri að fara framhjá að vild. Þá skipti engu máli þótt ég væri á löglegum hraða og fylgdi umferðinni alveg eftir, það var bara flautað ef ég ætlaðist til að fá sama pláss og aðrir. Doltið scary.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 28.3.2008 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.